Enski boltinn

Mikil aukning bólusettra í ensku úrvalsdeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jákvæðar fréttir berast af fjölda bólusettra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni.
Jákvæðar fréttir berast af fjölda bólusettra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni. Vísir/Getty

Samkvæmt forsvarsmönnum ensku úrvalsdeildarinnar eru nú 68 prósent leikmanna deildarinnar fullbólusettir gegn kórónuveirunni.

Enn fremur hafa 81 prósent leikmanna fengi að minnsta kosti eina sprautu. Þessar tölur sýna gríðarlega aukningu á bólusettum leikmönnum, en í lok september voru aðeins sjö lið í deildinni þar sem yfir helmingur leikmanna var fullbólusettur.

„Þessi nýju gögn sýna greinilega aukningu,“ sagði læknirinn Jonathan Van-Tam í samtali við BBC.

„Þetta sýnir að fólk er að hlusta á skynsamleg skilaboð frá vel upplýstum heilbrigðisstarfsmönnum. Þaðan færðu góð ráð, ekki af netinu eða Instagram eða Facebook.“

„Þetta er frábært og virkilega jákvæð breyting.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×