Enski boltinn

Thierry Henry segir að Daniel Ek sé ákveðinn í að kaupa Arsenal

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Daniel Ek, stofnandi Spotify, erákveðinn í að kaupa enska knattspyrnufélagið Arsenal.
Daniel Ek, stofnandi Spotify, erákveðinn í að kaupa enska knattspyrnufélagið Arsenal. Monica Schipper/Getty Images for Spotify

Thierry Henry, fyrrum framherji Arsenal og markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi, segir að Daniel Ek, stofnandi Spotify, sé enn ákveðinn í að kaupa enska knattspyrnufélagið.

Þeir félagar voru mættir saman á völlin þegar að Arsenal vann örrugan 3-1 sigur gegn erkifjendum sínum í Tottenham. Ek sendi Stan Kroenke, eiganda Arsenal, bréf í maí á þessu ári þar sem að hann bauð honum 1,8 milljarð punda fyrir félagið og það tilboð stendur enn.

Daniel Ek er viss um að Kroenke muni hlusta á tilboðið, og hefur fullan stuðning frá þrem goðsögnum félagsins, þeim Thierry Henry, Patrick Viera og Dennis Bergkamp.

Henry sagði í samtali við Sky Sports að eins og staðan væri núna væri ekkert samtal að eiga sér stað á þessari stundu, en hann er viss um að samkomulag geti náðst þrátt fyrir afstöðu Kroenke þess efnis að félagið sé ekki til sölu.

„Til að geta komist yfir línuna, þá þarftu að fá einhverskonar svar frá hinum aðilanum. Það hefur ekki gerst enn, en við erum ekki að fara neitt,“ sagði Henry.

„Sjáum til hvað gerist, en núna ætlum við að njóta sigursins. Það eru engar samræður að eiga sér stað eins og er, og mér líður eins og þetta eigi eftir að vera langt ferli. Hveru langt veit ég ekki.“


Tengdar fréttir

Ekki að djóka með að kaupa Arsenal

Daniel Ek, eigandi og framkvæmdastjóri Spotify, er ekkert að djóka með það að hann vilji kaupa Arsenal, félagið sem hann hefur stutt frá unga aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×