Þrjár goðsagnir Arsenal með Svíanum í kauptilrauninni Sindri Sverrisson skrifar 26. apríl 2021 11:00 Stuðningsmenn Arsenal efndu til mótmæla fyrir utan Emirates-leikvanginn á föstudagskvöld, þegar Arsenal tapaði þar fyrir Everton. Dúkka sem líktist Stan Kroenke eiganda félagsins mátti þola hengingu. Getty/Charlotte Wilson Daniel Ek, hinn sænski eigandi Spotify, hefur fengið þrjár af þekktustu stjörnunum úr „hinu ósigrandi“ liði Arsenal til að taka þátt í kaupum á félaginu. Ljóst er að margir stuðningsmanna Arsenal vilja losna við núverandi eiganda, Bandaríkjamanninn Stan Kroenke. Arsenal er aðeins í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur beðið í 16 ár eftir Englandsmeistaratitli, og ekki bætti úr skák þegar Kroenke ákvað að Arsenal yrði með í ofurdeildinni skammlífu. Hundruð stuðningsmanna Arsenal söfnuðust saman fyrir utan Emirates-leikvanginn í Lundúnum á föstudagskvöld til að mótmæla Kroenke og meðal annars mátti sjá Kroenke-brúðu hengda. Sama kvöld lýsti auðkýfingurinn Ek yfir áhuga á að kaupa Arsenal. Daily Telegraph greinir svo frá því í dag að Ek hafi fengið Dennis Bergkamp, Thierry Henry og Patrick Vieira með sér í lið. Það ætti að auka áhuga stuðningsmanna Arsenal enn frekar á því að salan gangi í gegn. Þríeykið gæti svo fengið starf hjá félaginu í kjölfarið. BREAKING NEWS: Three Arsenal legends 'join Spotify owner Daniel Ek in new bid to buy the club' https://t.co/Ienba9sJfO pic.twitter.com/JwesqXdh4l— MailOnline Sport (@MailSport) April 26, 2021 Henry, Vieira og Bergkamp voru allir í sigursælu liði Arsenal snemma á þessari öld, sem meðal annars varð Englandsmeistari 2004 án þess að tapa einum einasta leik. Síðan þá hefur Arsenal hins vegar ekki unnið Englandsmeistaratitil. Henry tjáði sig um sitt gamla félag og stjórnunarhætti Kroenke og félaga: „Þeir hafa verið að reka félagið eins og fyrirtæki, ekki knattspyrnufélag, og þarna sýndu þeir á spilin,“ sagði Henry við Telegraph. „Þetta félag tilheyrir stuðningsmönnunum. Ég elska félagið og mun styðja það þar til að ég dey, en ég þekki ekki félagið eins og það er núna. Ég botna ekkert í því sem er í gangi núna, að félagið sé að reyna að komast í deild sem yrði lokuð,“ sagði Henry. Enski boltinn Tengdar fréttir Eigandi Spotify til í að skoða kaup á Arsenal Eigandi og stofnandi tónlistarveitunnar Spotify er tilbúinn í að fjárfesta í enska knattspyrnufélaginu Arsenal. 24. apríl 2021 07:00 Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Ljóst er að margir stuðningsmanna Arsenal vilja losna við núverandi eiganda, Bandaríkjamanninn Stan Kroenke. Arsenal er aðeins í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur beðið í 16 ár eftir Englandsmeistaratitli, og ekki bætti úr skák þegar Kroenke ákvað að Arsenal yrði með í ofurdeildinni skammlífu. Hundruð stuðningsmanna Arsenal söfnuðust saman fyrir utan Emirates-leikvanginn í Lundúnum á föstudagskvöld til að mótmæla Kroenke og meðal annars mátti sjá Kroenke-brúðu hengda. Sama kvöld lýsti auðkýfingurinn Ek yfir áhuga á að kaupa Arsenal. Daily Telegraph greinir svo frá því í dag að Ek hafi fengið Dennis Bergkamp, Thierry Henry og Patrick Vieira með sér í lið. Það ætti að auka áhuga stuðningsmanna Arsenal enn frekar á því að salan gangi í gegn. Þríeykið gæti svo fengið starf hjá félaginu í kjölfarið. BREAKING NEWS: Three Arsenal legends 'join Spotify owner Daniel Ek in new bid to buy the club' https://t.co/Ienba9sJfO pic.twitter.com/JwesqXdh4l— MailOnline Sport (@MailSport) April 26, 2021 Henry, Vieira og Bergkamp voru allir í sigursælu liði Arsenal snemma á þessari öld, sem meðal annars varð Englandsmeistari 2004 án þess að tapa einum einasta leik. Síðan þá hefur Arsenal hins vegar ekki unnið Englandsmeistaratitil. Henry tjáði sig um sitt gamla félag og stjórnunarhætti Kroenke og félaga: „Þeir hafa verið að reka félagið eins og fyrirtæki, ekki knattspyrnufélag, og þarna sýndu þeir á spilin,“ sagði Henry við Telegraph. „Þetta félag tilheyrir stuðningsmönnunum. Ég elska félagið og mun styðja það þar til að ég dey, en ég þekki ekki félagið eins og það er núna. Ég botna ekkert í því sem er í gangi núna, að félagið sé að reyna að komast í deild sem yrði lokuð,“ sagði Henry.
Enski boltinn Tengdar fréttir Eigandi Spotify til í að skoða kaup á Arsenal Eigandi og stofnandi tónlistarveitunnar Spotify er tilbúinn í að fjárfesta í enska knattspyrnufélaginu Arsenal. 24. apríl 2021 07:00 Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Eigandi Spotify til í að skoða kaup á Arsenal Eigandi og stofnandi tónlistarveitunnar Spotify er tilbúinn í að fjárfesta í enska knattspyrnufélaginu Arsenal. 24. apríl 2021 07:00
Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01