Enski boltinn

Meistararnir misstigu sig | Watford hafði betur í uppgjöri nýliðanna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kyle Walker og félagar hans í Manchester City sluppu með skrekkinn í dag.
Kyle Walker og félagar hans í Manchester City sluppu með skrekkinn í dag. Alex Livesey/Getty Images

Englandsmeistarar Manchester City gerði óvænt markalaust jafntefli á heimavelli gegn Southampton og nýliðaslagur Watford og Norwich endaði með 3-1 útisigri Watford.

City var sterkari aðilinn þegar að liðið fékk Southampton í heimsókn í dag. Þeir sluppu þó með skrekkinn eftir klukkutíma leik þegar að Kyle Walker var dæmdur botlegu innan vítateigs. Dómari leiksins benti á punktinn og gaf Walker beint rautt spjald.

Hann fór síðan í skjáinn góða, og eftir smá skoðun var ákveðið að taka dóminn til baka. Southampton menn fengu því ekki víti og Walker fékk að halda leik áfram.

Lokatölur 0-0 og City hefur nú tíu stig eftir fimm leiki í öðru sæti deildarinnar. Southampton situr í fimmtánda sæti með fjögur stig.

Emmanuel Dennis kom Watford yfir gegn Norwich á 17. mínútu áður en Teemu Pukki jafnaði metin tíu mínútum fyrir hálfleik.

Ismaila Sarr kom Watford aftur í forystu eftir rúmlega klukkutíma leik, og hann var aftur á ferðinni þegar hann tryggði liðinu 3-1 sigur á 83. mínútu.

Watford er nú í tíunda sæti með sex stig, en Norwich er enn í leit að sínu fyrsta stigi.


Tengdar fréttir

Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar

Liverpool kom sér í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri gegn Crystal Palace. Sadio Mané og Mohamed Salah skoruðu báðir fyrir Liverpool eins og svo oft áður og Naby Keita bætti því þriðja við.

Annar sigurleikur Arsenal í röð

Eftir erfiða byrjun á tímabilinu er Arsenal nú búið að vinna tvo leiki í röð, en liðið vann í dag 1-0 útisigur gegn Burnley.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.