Annar sigurleikur Arsenal í röð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Martin Ødegaard skoraði eina mark leiksins í dag.
Martin Ødegaard skoraði eina mark leiksins í dag. EPA-EFE/Dan Mullan

Eftir erfiða byrjun á tímabilinu er Arsenal nú búið að vinna tvo leiki í röð, en liðið vann í dag 1-0 útisigur gegn Burnley.

Martin Ødegaard kom Arsenal í forystu með gullfallegu marki beint úr aukaspyrnu eftir hálftíma leik. Staðan var því 1-0 þegar að flautað var til hálfleiks.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley, en hann var tekinn af velli eftir tæplega klukkutíma leik.

Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum yfir línuna í seinni hálfleik og niðurstaðan því 1-0 sigur Arsenal, sem hefur nú sex stig í tólfta sæti deildarinnar eftir fimm leiki. Burnley situr hins vegar í næst neðsta sæti deildarinnar með eitt stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.