Man City boðið að kaupa Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2021 10:30 Manchester City hefur verið boðið að kaupa Cristiano Ronaldo. Hvort Pep Guardiola hafi áhuga er svo annað mál. Getty Images Það virðist sem tími Cristinao Ronaldo hjá Juventus sé á enda. Félagið hefur áhuga á að losa þennan magnaða leikmann af launaskrá sinni og Ronaldo sjálfur virðist vera hugsa sér til hreyfings þó hann segi það ekki opinberlega. Kemur þetta fram á enska íþróttamiðlinum Sky Sports en þar segir einnig að Juventus hafi boðið Manchester City að kaupa Portúgalann markheppna. Tilboð upp á 25 milljónir evra er nóg að mati ítalska félagsins sem borgaði 100 milljónir evra fyrir Ronaldo sumarið 2018. Hinn 36 ára gamli Ronaldo skaust fram á sjónarsviðið með Manchester United fyrr á þessari öld og ljóst að stuðningsfólk liðsins yrði ekki sátt ef hann myndi ákveða að ganga til liðs við ljósbláa hluta borgarinnar. Jorde Mendes, umboðsmaður Ronaldo, hefur staðið í ströngu undanfarið enda ekki mörg lið sem geta uppfyllt launakröfur leikmannsins. Hann var orðaður við París Saint-Germain áður en Lionel Messi samdi við félagið. Fari svo að Kylian Mbappé fari til Real Madrid gæti opnast hurð fyrir Ronaldo. Manchester City ku vera áhugasamt um að fá leikmanninn í sínar raðir þar sem það er ljóst að félagið mun ekki festa kaup á Harry Kane, framherja Tottenham Hotspur, í sumar. City er tilbúið að bjóða Ronaldo tveggja ára samning og laun upp á 15 milljónir evra samkvæmt Sky. Jorge Mendes will talk with Juventus today. Cristiano Ronaldo was not starting vs Udinese because he wanted to look for options - while Mendes approached Manchester City. #MCFCJuventus want 28/30m fee for Ronaldo. Man City have no intention to pay. There s no bid yet. pic.twitter.com/Aa0IBvX5Ut— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 26, 2021 Manchester City á þó enn eftir að leggja fram tilboð. Félagið hefur slétta viku til að ákveða hvort það vilji láta reyna á ást Ronaldo í garð Manchester United eða ekki. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Cristiano Ronaldo fékk nóg af slúðrinu og svaraði fyrir sig í gærkvöldi Cristiano Ronaldo er orðinn þreyttur á því að lesa um sögusagnir um sjálfan sig í erlendum blöðum og portúgalska goðsögnin sendi frá sér langan pistil á Instagram í gærkvöldi. 18. ágúst 2021 07:30 Ancelotti sver fyrir áhuga á Ronaldo Svo virðist vera að blaðamaður spænsku sjónvarpsstöðvarinnar El Chiringuito hafi skáldað upp frétt sína í morgun um að Carlo Ancelotti hefði áhuga á því að kaupa Cristiano Ronaldo til Real Madrid. 17. ágúst 2021 12:46 Ancelotti sagður vilja fá Ronaldo aftur til Real Madrid Carlos Ancelotti, þjálfari Real Madrid, er sagður opinn fyrir því fá Cristiano Ronaldo aftur til spænska liðsins en portúgalski framherjinn var frábær undir hans stjórn á sínum tíma. 17. ágúst 2021 08:12 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Sjá meira
Kemur þetta fram á enska íþróttamiðlinum Sky Sports en þar segir einnig að Juventus hafi boðið Manchester City að kaupa Portúgalann markheppna. Tilboð upp á 25 milljónir evra er nóg að mati ítalska félagsins sem borgaði 100 milljónir evra fyrir Ronaldo sumarið 2018. Hinn 36 ára gamli Ronaldo skaust fram á sjónarsviðið með Manchester United fyrr á þessari öld og ljóst að stuðningsfólk liðsins yrði ekki sátt ef hann myndi ákveða að ganga til liðs við ljósbláa hluta borgarinnar. Jorde Mendes, umboðsmaður Ronaldo, hefur staðið í ströngu undanfarið enda ekki mörg lið sem geta uppfyllt launakröfur leikmannsins. Hann var orðaður við París Saint-Germain áður en Lionel Messi samdi við félagið. Fari svo að Kylian Mbappé fari til Real Madrid gæti opnast hurð fyrir Ronaldo. Manchester City ku vera áhugasamt um að fá leikmanninn í sínar raðir þar sem það er ljóst að félagið mun ekki festa kaup á Harry Kane, framherja Tottenham Hotspur, í sumar. City er tilbúið að bjóða Ronaldo tveggja ára samning og laun upp á 15 milljónir evra samkvæmt Sky. Jorge Mendes will talk with Juventus today. Cristiano Ronaldo was not starting vs Udinese because he wanted to look for options - while Mendes approached Manchester City. #MCFCJuventus want 28/30m fee for Ronaldo. Man City have no intention to pay. There s no bid yet. pic.twitter.com/Aa0IBvX5Ut— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 26, 2021 Manchester City á þó enn eftir að leggja fram tilboð. Félagið hefur slétta viku til að ákveða hvort það vilji láta reyna á ást Ronaldo í garð Manchester United eða ekki.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Cristiano Ronaldo fékk nóg af slúðrinu og svaraði fyrir sig í gærkvöldi Cristiano Ronaldo er orðinn þreyttur á því að lesa um sögusagnir um sjálfan sig í erlendum blöðum og portúgalska goðsögnin sendi frá sér langan pistil á Instagram í gærkvöldi. 18. ágúst 2021 07:30 Ancelotti sver fyrir áhuga á Ronaldo Svo virðist vera að blaðamaður spænsku sjónvarpsstöðvarinnar El Chiringuito hafi skáldað upp frétt sína í morgun um að Carlo Ancelotti hefði áhuga á því að kaupa Cristiano Ronaldo til Real Madrid. 17. ágúst 2021 12:46 Ancelotti sagður vilja fá Ronaldo aftur til Real Madrid Carlos Ancelotti, þjálfari Real Madrid, er sagður opinn fyrir því fá Cristiano Ronaldo aftur til spænska liðsins en portúgalski framherjinn var frábær undir hans stjórn á sínum tíma. 17. ágúst 2021 08:12 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo fékk nóg af slúðrinu og svaraði fyrir sig í gærkvöldi Cristiano Ronaldo er orðinn þreyttur á því að lesa um sögusagnir um sjálfan sig í erlendum blöðum og portúgalska goðsögnin sendi frá sér langan pistil á Instagram í gærkvöldi. 18. ágúst 2021 07:30
Ancelotti sver fyrir áhuga á Ronaldo Svo virðist vera að blaðamaður spænsku sjónvarpsstöðvarinnar El Chiringuito hafi skáldað upp frétt sína í morgun um að Carlo Ancelotti hefði áhuga á því að kaupa Cristiano Ronaldo til Real Madrid. 17. ágúst 2021 12:46
Ancelotti sagður vilja fá Ronaldo aftur til Real Madrid Carlos Ancelotti, þjálfari Real Madrid, er sagður opinn fyrir því fá Cristiano Ronaldo aftur til spænska liðsins en portúgalski framherjinn var frábær undir hans stjórn á sínum tíma. 17. ágúst 2021 08:12