Cristiano Ronaldo fékk nóg af slúðrinu og svaraði fyrir sig í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 07:30 Cristiano Ronaldo fékk nóg af því að lesa sögusagnir um sig í erlendum miðlum. EPA-EFE/Matthias Hangst Cristiano Ronaldo er orðinn þreyttur á því að lesa um sögusagnir um sjálfan sig í erlendum blöðum og portúgalska goðsögnin sendi frá sér langan pistil á Instagram í gærkvöldi. Eftir að Lionel Messi fór frá Barcelona til Paris Saint Germain þá hafa erlendu fjölmiðlarnir snúið sér að vangaveltum um framtíð Portúgalans. Cristiano Ronaldo on recent transfer rumors surrounding him pic.twitter.com/2Fk9LzB8F4— B/R Football (@brfootball) August 17, 2021 Í gærmorgun var Ronaldo orðaður við Real Madrid en þegar á reyndi þá var ekkert til í þeim fréttum frá Spáni. Fréttirnar voru samt kveikjan að því að Ronaldo steig fram og skrifaði pistil á Instagram síðu sína. „Allir sem þekkja mig vita hvað ég er einbeittur á mína vinnu. Minna tal og meiri vinna. Það hefur verið mottóið mitt síðan ég hóf ferilinn minn. Hins vegar vegna alls þess sem hefur verið sagt og skrifað um mig þá hef ég verið skotspónn að undanförnu. Þetta er meira en bara vanvirðing gagnvart mér sem leikmanni og manneskju því þetta er líka vanvirðing á öll félögin sem eru kölluð til í þessum sögusögnum og eins á leikmenn þeirra og starfsmenn,“ skrifaði Ronaldo. „Mín saga hjá Real Madrid hefur verið skrifuð. Hún hefur verið skrásett með orðum og tölum, í bikurum og titlum og í metum og fyrirsögnum. Hún er á safninu á Bernabeu leikvanginum en líka í huga allra stuðningsmanna félagsins. Ég veit að sannir stuðningsmenn Real Madrid munu halda áfram að hafa mig í hjarta sínu alveg eins og ég hef þá í mínu hjarta,“ skrifaði Ronaldo. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) „Eins og þetta nýjasta dæmi á Spáni þá hafa verið tíðar fréttir þar sem ég hef orðaður við hin ýmsu lið í hinum ýmsu deildum án þess að neinn hafi haft einhvern áhuga á að finna sannleikann í málinu,“ skrifaði Ronaldo. „Ég ríf þögn mína til að segja að ég get ekki leyft fólki að leika sér með nafnið mitt. Ég er einbeittur á feril minn og vinnu, staðráðinn og skuldbundinn í allar þær áskoranir sem bíða mín. Allt annað? Allt annað er bara tal,“ skrifaði Ronaldo. Stærsta ástæðan fyrir öllum þessum sögusögnum eru stöðugar fréttir úr herbúðum Juventus að þar á bæ séu menn að leita allra leiða til að losna við að greiða Cristiano Ronaldo hin gríðarháu laun hans. Juve menn eiga að hafa verið að leita að félagi í marga mánuði. Það er ekkert grín að borga svo há laun þegar peningastaða félagsins er jafn erfið og hún er núna í þessum heimsfaraldri. Ítalski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Eftir að Lionel Messi fór frá Barcelona til Paris Saint Germain þá hafa erlendu fjölmiðlarnir snúið sér að vangaveltum um framtíð Portúgalans. Cristiano Ronaldo on recent transfer rumors surrounding him pic.twitter.com/2Fk9LzB8F4— B/R Football (@brfootball) August 17, 2021 Í gærmorgun var Ronaldo orðaður við Real Madrid en þegar á reyndi þá var ekkert til í þeim fréttum frá Spáni. Fréttirnar voru samt kveikjan að því að Ronaldo steig fram og skrifaði pistil á Instagram síðu sína. „Allir sem þekkja mig vita hvað ég er einbeittur á mína vinnu. Minna tal og meiri vinna. Það hefur verið mottóið mitt síðan ég hóf ferilinn minn. Hins vegar vegna alls þess sem hefur verið sagt og skrifað um mig þá hef ég verið skotspónn að undanförnu. Þetta er meira en bara vanvirðing gagnvart mér sem leikmanni og manneskju því þetta er líka vanvirðing á öll félögin sem eru kölluð til í þessum sögusögnum og eins á leikmenn þeirra og starfsmenn,“ skrifaði Ronaldo. „Mín saga hjá Real Madrid hefur verið skrifuð. Hún hefur verið skrásett með orðum og tölum, í bikurum og titlum og í metum og fyrirsögnum. Hún er á safninu á Bernabeu leikvanginum en líka í huga allra stuðningsmanna félagsins. Ég veit að sannir stuðningsmenn Real Madrid munu halda áfram að hafa mig í hjarta sínu alveg eins og ég hef þá í mínu hjarta,“ skrifaði Ronaldo. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) „Eins og þetta nýjasta dæmi á Spáni þá hafa verið tíðar fréttir þar sem ég hef orðaður við hin ýmsu lið í hinum ýmsu deildum án þess að neinn hafi haft einhvern áhuga á að finna sannleikann í málinu,“ skrifaði Ronaldo. „Ég ríf þögn mína til að segja að ég get ekki leyft fólki að leika sér með nafnið mitt. Ég er einbeittur á feril minn og vinnu, staðráðinn og skuldbundinn í allar þær áskoranir sem bíða mín. Allt annað? Allt annað er bara tal,“ skrifaði Ronaldo. Stærsta ástæðan fyrir öllum þessum sögusögnum eru stöðugar fréttir úr herbúðum Juventus að þar á bæ séu menn að leita allra leiða til að losna við að greiða Cristiano Ronaldo hin gríðarháu laun hans. Juve menn eiga að hafa verið að leita að félagi í marga mánuði. Það er ekkert grín að borga svo há laun þegar peningastaða félagsins er jafn erfið og hún er núna í þessum heimsfaraldri.
Ítalski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira