Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 11:41 Estonia var á leið frá Eistlandi til Svíþjóðar þegar hún sökk. Flakið liggur á aðeins um 80 metra dýpi. epa Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994. Hingað til hefur ekki verið leyfilegt að hreyfa við skipinu en það hefur verið flokkað sem grafhýsi, þar sem 852 fórust þegar skipið sökk. Því hefur nú verið breytt og munu yfirvöld í Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi standa saman að rannsókninni. „Fyrst og fremst viljum við komast að því hvað hafi valdið gatinu og hvenær þau mynduðust,“ segir Jonas Bäckstrand, yfirmaður Samgönguslysanefndar Svíþjóðar, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Næstu tíu daga munu rannsóknarteymi frá Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi rannsaka flakið og teikna upp kort af því og umhverfi flaksins. „Við munum nota sónar til að byrja með. Næsta vor ætlum við svo að fara niður og taka myndir. Við gerum ráð fyrir að þessir tveir þættir muni gefa okkur miklar upplýsingar um það hvernig flakið og umhverfi þess lítur út,“ segir Bäckstrand. Rannsóknin mun taka nokkra mánuði en niðurstöður hennar, og allar myndir sem verða teknar, verða birtar að lokum. Telja sprengingu ekki sökudólginn Heimildarþættirnir Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir voru frumsýndir á Dplay í september í fyrra og vöktu mikla athygli. Þáttargerðarmennirnir notuðust við köfunarvélmenni sem mynduðu skrokk skipsins og sást þá gat á skrokki þess í fyrsta sinn, en þar til þá hafði síðan sem gatið er á snúið niður. Skrokkurinn hefur hins vegar með árunum hreyfst og því hefur stjórnborðssíða skipsins nú orðið sýnilegri. Sérfræðingar sem rætt var við í þáttunum útilokuðu að sprenging hafi valdið gatinu og sögðu að líklegra sé að eitthvað utanaðkomandi hafi valdið gatinu. Farþegaferjan sökk mjög hratt og höfðu lengi verið uppi kenningar um að eitthvað annað en að stafnhurð ferjunnar hafi losnað hafi valdið því. Niðurstaða rannsóknarnefndar sænskra, finnskra og eistneskra yfirvalda sem kom út skömmu eftir slysið komst að niðurstöðu um að opnun stafnhurðarinnar hafi sökkt skipinu. Finnland Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Sænskir kvikmyndagerðarmenn sýknaðir: Fundur þeirra vekur spurningar um örlög Estonia Sænskir kvikmyndagerðarmenn hafa verið sýknaðir af því að hafa vanhelgað grafreit neðansjávar, þegar þeir fóru og mynduðu flak ferjunnar Estonia. Upptökur þeirra af flakinu vöktu spurningar um niðurstöður formlegrar rannsóknar á harmleiknum. 8. febrúar 2021 15:41 Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. 18. desember 2020 14:21 Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Hingað til hefur ekki verið leyfilegt að hreyfa við skipinu en það hefur verið flokkað sem grafhýsi, þar sem 852 fórust þegar skipið sökk. Því hefur nú verið breytt og munu yfirvöld í Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi standa saman að rannsókninni. „Fyrst og fremst viljum við komast að því hvað hafi valdið gatinu og hvenær þau mynduðust,“ segir Jonas Bäckstrand, yfirmaður Samgönguslysanefndar Svíþjóðar, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Næstu tíu daga munu rannsóknarteymi frá Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi rannsaka flakið og teikna upp kort af því og umhverfi flaksins. „Við munum nota sónar til að byrja með. Næsta vor ætlum við svo að fara niður og taka myndir. Við gerum ráð fyrir að þessir tveir þættir muni gefa okkur miklar upplýsingar um það hvernig flakið og umhverfi þess lítur út,“ segir Bäckstrand. Rannsóknin mun taka nokkra mánuði en niðurstöður hennar, og allar myndir sem verða teknar, verða birtar að lokum. Telja sprengingu ekki sökudólginn Heimildarþættirnir Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir voru frumsýndir á Dplay í september í fyrra og vöktu mikla athygli. Þáttargerðarmennirnir notuðust við köfunarvélmenni sem mynduðu skrokk skipsins og sást þá gat á skrokki þess í fyrsta sinn, en þar til þá hafði síðan sem gatið er á snúið niður. Skrokkurinn hefur hins vegar með árunum hreyfst og því hefur stjórnborðssíða skipsins nú orðið sýnilegri. Sérfræðingar sem rætt var við í þáttunum útilokuðu að sprenging hafi valdið gatinu og sögðu að líklegra sé að eitthvað utanaðkomandi hafi valdið gatinu. Farþegaferjan sökk mjög hratt og höfðu lengi verið uppi kenningar um að eitthvað annað en að stafnhurð ferjunnar hafi losnað hafi valdið því. Niðurstaða rannsóknarnefndar sænskra, finnskra og eistneskra yfirvalda sem kom út skömmu eftir slysið komst að niðurstöðu um að opnun stafnhurðarinnar hafi sökkt skipinu.
Finnland Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Sænskir kvikmyndagerðarmenn sýknaðir: Fundur þeirra vekur spurningar um örlög Estonia Sænskir kvikmyndagerðarmenn hafa verið sýknaðir af því að hafa vanhelgað grafreit neðansjávar, þegar þeir fóru og mynduðu flak ferjunnar Estonia. Upptökur þeirra af flakinu vöktu spurningar um niðurstöður formlegrar rannsóknar á harmleiknum. 8. febrúar 2021 15:41 Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. 18. desember 2020 14:21 Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Sænskir kvikmyndagerðarmenn sýknaðir: Fundur þeirra vekur spurningar um örlög Estonia Sænskir kvikmyndagerðarmenn hafa verið sýknaðir af því að hafa vanhelgað grafreit neðansjávar, þegar þeir fóru og mynduðu flak ferjunnar Estonia. Upptökur þeirra af flakinu vöktu spurningar um niðurstöður formlegrar rannsóknar á harmleiknum. 8. febrúar 2021 15:41
Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. 18. desember 2020 14:21
Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01