Sænskir kvikmyndagerðarmenn sýknaðir: Fundur þeirra vekur spurningar um örlög Estonia Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2021 15:41 Estonia var á leið frá Eistlandi til Svíþjóðar þegar hún sökk. Flakið liggur á aðeins um 80 metra dýpi. epa Sænskir kvikmyndagerðarmenn hafa verið sýknaðir af því að hafa vanhelgað grafreit neðansjávar, þegar þeir fóru og mynduðu flak ferjunnar Estonia. Upptökur þeirra af flakinu vöktu spurningar um niðurstöður formlegrar rannsóknar á harmleiknum. Estonia sökk í Eystrasalti árið 1994 og var lýst grafreitur af Eistlandi, Svíþjóð og Finnlandi ári síðar. Talið er að 852 hafi farist með ferjunni. Héraðsdómstóll í Svíþjóð komst að þeirri niðurstöðu í dag að kvikmyndagerðarmennirnir tveir, sem áttu yfir höfði sér sektir eða allt að tveggja ára fangelsi, hefðu sannarlega brotið gegn yfirlýsingu ríkjanna þriggja en það væri ekki hægt að sakfella þá þar sem þeir hefðu farið frá þýsku skipi á alþjóðlegu hafsvæði. Þjóðverjar eru ekki skuldbundnir af áðurnefndri yfirlýsingu. Sögðust hafa heyrt háan málmskell Það var niðurstaða alþjóðlegrar rannsóknar sem lauk árið 1997 að Estonia hefði sokkið í kjölfar þess að framdyrnar á skipinu hefðu opnast í miklum stormi, með þeim afleiðingum að þilfarið þar sem bifreiðarnar voru geymdar fylltist af sjó. Um borð voru 803 farþegar og 186 áhafnarmeðlimir en aðeins 138 komust lífs af. Meðal þeirra voru margir sem héldu því fram að þeir hefðu heyrt háan málmskell um það bil 50 mínútum áður en ferjan sökk en rannasakendur neituðu þeim möguleika að gat hefði komið á skrokk ferjunnar. Upptökur kvikmyndagerðarmannanna sýndu hins vegar stórt gat á stjórnborða skipsins, sem sérfræðingar segja að hafi líklega orðið til við árekstur við þúsund til fimmþúsund tonna fyrirbæri á ferð. Forsætisráðherra Eistlands sagði í fyrra að myndirnar vektu spurningar sem svör þyrftu að fást við og í desember síðastliðnum greindu Svíar frá því að til stæði að breyta lögum þannig að hægt yrði að rannsaka flakið upp á nýtt. Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. 18. desember 2020 14:21 Fyrrverandi ráðherra hafnar kafbátskenningu Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát. 29. september 2020 08:01 Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Sjá meira
Estonia sökk í Eystrasalti árið 1994 og var lýst grafreitur af Eistlandi, Svíþjóð og Finnlandi ári síðar. Talið er að 852 hafi farist með ferjunni. Héraðsdómstóll í Svíþjóð komst að þeirri niðurstöðu í dag að kvikmyndagerðarmennirnir tveir, sem áttu yfir höfði sér sektir eða allt að tveggja ára fangelsi, hefðu sannarlega brotið gegn yfirlýsingu ríkjanna þriggja en það væri ekki hægt að sakfella þá þar sem þeir hefðu farið frá þýsku skipi á alþjóðlegu hafsvæði. Þjóðverjar eru ekki skuldbundnir af áðurnefndri yfirlýsingu. Sögðust hafa heyrt háan málmskell Það var niðurstaða alþjóðlegrar rannsóknar sem lauk árið 1997 að Estonia hefði sokkið í kjölfar þess að framdyrnar á skipinu hefðu opnast í miklum stormi, með þeim afleiðingum að þilfarið þar sem bifreiðarnar voru geymdar fylltist af sjó. Um borð voru 803 farþegar og 186 áhafnarmeðlimir en aðeins 138 komust lífs af. Meðal þeirra voru margir sem héldu því fram að þeir hefðu heyrt háan málmskell um það bil 50 mínútum áður en ferjan sökk en rannasakendur neituðu þeim möguleika að gat hefði komið á skrokk ferjunnar. Upptökur kvikmyndagerðarmannanna sýndu hins vegar stórt gat á stjórnborða skipsins, sem sérfræðingar segja að hafi líklega orðið til við árekstur við þúsund til fimmþúsund tonna fyrirbæri á ferð. Forsætisráðherra Eistlands sagði í fyrra að myndirnar vektu spurningar sem svör þyrftu að fást við og í desember síðastliðnum greindu Svíar frá því að til stæði að breyta lögum þannig að hægt yrði að rannsaka flakið upp á nýtt.
Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. 18. desember 2020 14:21 Fyrrverandi ráðherra hafnar kafbátskenningu Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát. 29. september 2020 08:01 Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Sjá meira
Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. 18. desember 2020 14:21
Fyrrverandi ráðherra hafnar kafbátskenningu Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát. 29. september 2020 08:01
Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01
Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42