Svíþjóð Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Flutningar hófust í dag á einni frægustu kirkju Svíþjóðar. Flytja á kirkjuna um fimm kílómetra í nýjan miðbæ bæjarins Kiruna vegna stækkunar járngrýtisnámu undir bænum. Um sex þúsund íbúar þurfa að flytja heimili sitt vegna stækkunar námunnar. Stór hluti þeirra er þegar fluttur en áætlað er að flutningum og byggingu nýja bæjarins verði lokið 2032. Erlent 19.8.2025 10:03 Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Lögreglan í Örebro í Svíþjóð handtók í nótt mann sem er grunaður um að hafa átt aðild að morði fyrir utan mosku í borginni á föstudag. Annað fórnarlamb skotárásarinnar liggur enn sært á sjúkrahúsi. Erlent 18.8.2025 10:58 Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Einn er sagður látinn og annar særður eftir skotárás við mosku í Örebro í Svíþjóð nú síðdegis. Skotárásin hófs eftir föstudagsbænir í moskunni en lögreglan telur hana tengjast átökum glæpagengja. Erlent 15.8.2025 15:48 Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er meðal þátttakanda Global Sumud Flotilla sem hyggjast sigla til Gasastrandarinnar. Þetta er í annað sinn sem hún heldur af stað til Gasa en síðast var hópurinn stöðvaður af Ísraelsher. Erlent 12.8.2025 15:44 Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sigurbjörg og Victor kepptu nýverið, fyrst Íslendinga, í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu í Svíþjóð. Sigurbjörg var sátt við að enda um miðja keppni og ánægðari með að þríbæta tíma kærastans. Parið fær ekki nóg og dreymir um að vera heilt keppnissumar í Svíþjóð. Lífið 7.8.2025 07:02 Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar sagðist í viðtali á dögunum nota gervigreindartól á borð við ChatGPT og LeChat í embættisstörfum sínum. Fyrir það hefur hann verið gagnrýndur þar í landi. Erlent 5.8.2025 21:26 Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Sænska liðið Malmö tekur í kvöld á móti nágrönnum sínum FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en það er mikill hiti í stuðningsmönnum beggja félaga fyrir þessa tvo mikilvægu leiki. Fótbolti 5.8.2025 06:45 „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Noregur, Svíþjóð og Finnland hafa fundið fyrir „fordæmalausri“ hitabylgju síðustu vikur. Júlímánuður var sá hlýjasti í Svíþjóð frá upphafi mælinga og norðan við Norðuheimskautsbaug mældist hiti yfir þrjátíu stigum þrettán daga í júlí. Erlent 2.8.2025 12:45 Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Forsetatíð Höllu Tómasdóttur hefur nú varað í eitt ár. Hún hefur þurft að takast á við sprungna ríkisstjórn, boðað til Alþingiskosninga, og veitt stjórnarmyndunarumboð sem leiddi til myndun nýrrar stjórnar. Einnig hefur hún farið í heimsóknir víða, bæði innanlands, til nágrannalanda og langt út í heim. Þá hefur ýmislegt annað varðandi forsetatíð hennar vakið athygli. Innlent 1.8.2025 08:00 Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Karlotta Ósk Óskarsdóttir lauk hinu svokallaða Gotlandshlaupi, sem telur 511 kílómetra, í Svíþjóð á laugardaginn. Hún segist enn eiga í erfiðleikum með svefn eftir hlaupið, sem hún telur þó að styrki hlauparann. Lífið 14.7.2025 13:41 Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Öryggisverðir sænsku leyniþjónustunnar hafa verið sakaðir um að stofna öryggi sænska forsætisráðherrans í hættu um árabil með því að deila hlaupa- og hjólaleiðum sínum á líkamsræktarforritinu Strava. Erlent 9.7.2025 11:02 Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Fyrir rúmlega tuttugu árum var maður dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að stinga utanríkisráðherra Svíþjóðar til bana. Nú hefur maðurinn fengið sérstakt leyfi til að stíga fæti út fyrir fangelsið í von um að draga úr skaðlegum áhrifum fangelsisvistarinnar. Erlent 6.7.2025 16:21 Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Tyrkneska lögreglan handtók Ismail Abdo, sænskan glæpaforingja, í umfangsmiklum aðgerðum gegn glæpagengjum á fimm stöðum í landinu. Sænsk yfirvöld hafa viljað hafa hendur í hári Abdo eftir gengjastríð sem stigmagnaðist fyrir tveimur árum. Erlent 4.7.2025 10:45 SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Skandinavíska flugfélagið SAS hyggst ráðast í gríðarstóra fjárfestingu sem felst meðal annars í kaupum á 55 flugvélum frá brasilíska framleiðandanum Embraer. Viðskipti erlent 1.7.2025 17:27 Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Svíinn Martin Österdahl er hættur sem framkvæmdastjóri Eurovision-söngvakeppninnar eftir að hafa gegnt stöðunni í fimm ár. Lífið 27.6.2025 11:42 Maðurinn bak við Stokkhólmseinkennið allur Clark Olofsson, einn frægasti glæpamaður Svíþjóðar, er látinn 78 ára að aldri. Olofsson var annar af tveimur sem báru ábyrgð á Norrmalmstorgs-ráninu 1973, sex daga gíslatöku þar sem gíslarnir urðu svo hændir að bankaræningjunum að hugtakið Stokkhólmseinkenni var skapað. Erlent 27.6.2025 08:13 Biðst afsökunar á gyðingahatri Svíþjóðardemókrata Leiðtogi jaðarhægriflokksins Svíþjóðardemókrata baðst afsökunar á gyðingahatri flokksmanna á upphafsárum hans í gær. Umfangsmikil úttekt á sögu hvítrar þjóðernishyggju og öfgahægristefnu innan flokksins verður birt á morgun. Erlent 25.6.2025 09:12 Hálfmaraþon í hamingjusprengju eftir fótbrot í fyrra „Ég átti ekki von á neinu en ákvað bara að hafa gaman af og það rættist svo sannarlega,“ segir Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður og dagskrárgerðarmaður hjá Rás 1 sem lauk nýverið hálfmaraþoni í brúarhlaupi á milli Danmerkur og Svíþjóðar. Hlaupið var einstaklega eftirminnilegt fyrir Guðrúnu þar sem hún brotnaði illa fyrir rúmu ári síðan en hlaupin hafa verið hennar hugleiðsla í áraraðir. Blaðamaður ræddi við hana um undirbúninginn og þennan magnaða dag. Lífið 24.6.2025 11:31 Sporvagni ekið inn í matarvagn í Gautaborg Átta eru sagðir slasaðir, þar af einn alvarlega, eftir að sporvagni var ekið á matarvagn í miðborg Gautaborgar í Svíþjóð í nótt. Vitni segja að sporvagninn hafi verið á óvenjumikilli ferð þegar slysið varð. Erlent 20.6.2025 11:12 Sérstaða Íslendinga í máltækni nýtist í nýrri samnorrænni gervigreindarmiðstöð Íslenska stofnunin Almannarómur auk fjögurra gervigreindarstofnanna frá Norðurlöndunum hyggjast stofna norræna-baltneska gervigreindarmiðstöð. Öll löndin munu deila upplýsingum sem varða framþróun gervigreindar þar sem sérstaða Íslendinga er íslensk máltækni. Viðskipti innlent 18.6.2025 16:07 Sænsk „sorpdrottning“ hlaut þungan fangelsisdóm fyrir umhverfisbrot Stjórnendur sænsks sorphirðufyrirtækis hlutu þunga fangelsisdóma fyrir að urða eitraðan úrgangs á nokkrum stöðum í Svíþjóð, þar á meðal fyrrverandi forstjóri sem kallaði sig „sorpdrottninguna“. Málinu hefur verið lýst sem mesta umhverfishneyksli í samtímasögu Svíþjóðar. Erlent 18.6.2025 09:10 Giftu sig í miðju hlaupi Það er eitt að vera með hlaupabakertíuna en allt annað að vilja gifta sig í hlaupaskónum og á meðan þú hleypur hálfmaraþon. Sport 17.6.2025 14:02 Hlupu frá Danmörku til Svíþjóðar Um fjörutíu þúsund manns hlupu hálfmaraþon í dag frá Kaupmannahöfn yfir Eyrarsundsbrú til Malmö í brúarhlaupinu, broloppet, sem haldið var í tilefni 25 ára afmælis brúarinnar. Erlent 15.6.2025 23:50 Milljarðamæringur réttir nítján ára íþróttakonu hjálparhönd Sænski milljarðamæringurinn Christer Gardell hefur valið sér nýja íþróttastjörnu til styðja í gegnum súrt og sætt og peningaframlag hans skiptir þessa efnilegu íþróttakonu miklu máli. Sport 13.6.2025 08:31 Greta Thunberg á leið heim til Svíþjóðar Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg er á leiðinni heim til Svíþjóðar eftir að Ísraelsher stöðvaði skútuna Madleen og aðgerðasinnana um borð sem hugðust flytja hjálpargögn til Gasa. Erlent 10.6.2025 07:09 Ísraelsher stöðvaði skútuna og handtók áhöfnina Ísraelski herinn hefur stöðvað skútuna Madleen, sem sigldi til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur, og handtekið alla tólf um borð, þar á meðal Gretu Thunberg. Freedom Flotilla Coalition, sem standa að baki ferðinni, segja áhöfninni hafa verið rænt af Ísraelsher. Erlent 9.6.2025 07:55 Svíar leigja fangelsispláss í Eistlandi Sænsk stjórnvöld hafa gert samkomulag við Eistland um að leigja um fjögur hundruð fangaklefa sem geta hýst allt að sex hundruð sænska fanga. Samningurinn á að leysa úr þröngri stöðu í fangelsismálum í Svíþjóð. Erlent 4.6.2025 11:43 Fjórir ákærðir í tengslum við morðið á C.Gambino Fjórir eru ákærðir í tengslum við morðið á sænska rapparanum C.Gambino sem var skotinn til bana í bílastæðahúsi síðasta sumar. Lögregla telur morðið tengjast gengjastríðum en lögmaður aðstandenda neitar að hann hafi verið liðsmaður gengis. Erlent 3.6.2025 13:18 Volvo segir upp þrjú þúsund manns Efnahagsleg óvissa og spenna í heimsviðskiptum er sögð ástæða þess að bílaframleiðandinn Volvo ákvað að segja upp um þrjú þúsund starfsmönnum í sparnaðarskyni í dag. Að minnsta kosti 1.200 störf tapast í Svíþjóð. Viðskipti erlent 26.5.2025 15:41 Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Það eru ekki mörg dæmi um einstaklinga sem hafa staðið augliti til auglitis við lífshættulegan sjúkdóm og samt haldið ótrauðir áfram í námi og náð að útskrifast á tilsettum tíma. Egill Friðriksson er hins vegar einn af þeim. Lífið 25.5.2025 11:01 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 41 ›
Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Flutningar hófust í dag á einni frægustu kirkju Svíþjóðar. Flytja á kirkjuna um fimm kílómetra í nýjan miðbæ bæjarins Kiruna vegna stækkunar járngrýtisnámu undir bænum. Um sex þúsund íbúar þurfa að flytja heimili sitt vegna stækkunar námunnar. Stór hluti þeirra er þegar fluttur en áætlað er að flutningum og byggingu nýja bæjarins verði lokið 2032. Erlent 19.8.2025 10:03
Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Lögreglan í Örebro í Svíþjóð handtók í nótt mann sem er grunaður um að hafa átt aðild að morði fyrir utan mosku í borginni á föstudag. Annað fórnarlamb skotárásarinnar liggur enn sært á sjúkrahúsi. Erlent 18.8.2025 10:58
Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Einn er sagður látinn og annar særður eftir skotárás við mosku í Örebro í Svíþjóð nú síðdegis. Skotárásin hófs eftir föstudagsbænir í moskunni en lögreglan telur hana tengjast átökum glæpagengja. Erlent 15.8.2025 15:48
Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er meðal þátttakanda Global Sumud Flotilla sem hyggjast sigla til Gasastrandarinnar. Þetta er í annað sinn sem hún heldur af stað til Gasa en síðast var hópurinn stöðvaður af Ísraelsher. Erlent 12.8.2025 15:44
Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sigurbjörg og Victor kepptu nýverið, fyrst Íslendinga, í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu í Svíþjóð. Sigurbjörg var sátt við að enda um miðja keppni og ánægðari með að þríbæta tíma kærastans. Parið fær ekki nóg og dreymir um að vera heilt keppnissumar í Svíþjóð. Lífið 7.8.2025 07:02
Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar sagðist í viðtali á dögunum nota gervigreindartól á borð við ChatGPT og LeChat í embættisstörfum sínum. Fyrir það hefur hann verið gagnrýndur þar í landi. Erlent 5.8.2025 21:26
Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Sænska liðið Malmö tekur í kvöld á móti nágrönnum sínum FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en það er mikill hiti í stuðningsmönnum beggja félaga fyrir þessa tvo mikilvægu leiki. Fótbolti 5.8.2025 06:45
„Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Noregur, Svíþjóð og Finnland hafa fundið fyrir „fordæmalausri“ hitabylgju síðustu vikur. Júlímánuður var sá hlýjasti í Svíþjóð frá upphafi mælinga og norðan við Norðuheimskautsbaug mældist hiti yfir þrjátíu stigum þrettán daga í júlí. Erlent 2.8.2025 12:45
Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Forsetatíð Höllu Tómasdóttur hefur nú varað í eitt ár. Hún hefur þurft að takast á við sprungna ríkisstjórn, boðað til Alþingiskosninga, og veitt stjórnarmyndunarumboð sem leiddi til myndun nýrrar stjórnar. Einnig hefur hún farið í heimsóknir víða, bæði innanlands, til nágrannalanda og langt út í heim. Þá hefur ýmislegt annað varðandi forsetatíð hennar vakið athygli. Innlent 1.8.2025 08:00
Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Karlotta Ósk Óskarsdóttir lauk hinu svokallaða Gotlandshlaupi, sem telur 511 kílómetra, í Svíþjóð á laugardaginn. Hún segist enn eiga í erfiðleikum með svefn eftir hlaupið, sem hún telur þó að styrki hlauparann. Lífið 14.7.2025 13:41
Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Öryggisverðir sænsku leyniþjónustunnar hafa verið sakaðir um að stofna öryggi sænska forsætisráðherrans í hættu um árabil með því að deila hlaupa- og hjólaleiðum sínum á líkamsræktarforritinu Strava. Erlent 9.7.2025 11:02
Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Fyrir rúmlega tuttugu árum var maður dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að stinga utanríkisráðherra Svíþjóðar til bana. Nú hefur maðurinn fengið sérstakt leyfi til að stíga fæti út fyrir fangelsið í von um að draga úr skaðlegum áhrifum fangelsisvistarinnar. Erlent 6.7.2025 16:21
Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Tyrkneska lögreglan handtók Ismail Abdo, sænskan glæpaforingja, í umfangsmiklum aðgerðum gegn glæpagengjum á fimm stöðum í landinu. Sænsk yfirvöld hafa viljað hafa hendur í hári Abdo eftir gengjastríð sem stigmagnaðist fyrir tveimur árum. Erlent 4.7.2025 10:45
SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Skandinavíska flugfélagið SAS hyggst ráðast í gríðarstóra fjárfestingu sem felst meðal annars í kaupum á 55 flugvélum frá brasilíska framleiðandanum Embraer. Viðskipti erlent 1.7.2025 17:27
Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Svíinn Martin Österdahl er hættur sem framkvæmdastjóri Eurovision-söngvakeppninnar eftir að hafa gegnt stöðunni í fimm ár. Lífið 27.6.2025 11:42
Maðurinn bak við Stokkhólmseinkennið allur Clark Olofsson, einn frægasti glæpamaður Svíþjóðar, er látinn 78 ára að aldri. Olofsson var annar af tveimur sem báru ábyrgð á Norrmalmstorgs-ráninu 1973, sex daga gíslatöku þar sem gíslarnir urðu svo hændir að bankaræningjunum að hugtakið Stokkhólmseinkenni var skapað. Erlent 27.6.2025 08:13
Biðst afsökunar á gyðingahatri Svíþjóðardemókrata Leiðtogi jaðarhægriflokksins Svíþjóðardemókrata baðst afsökunar á gyðingahatri flokksmanna á upphafsárum hans í gær. Umfangsmikil úttekt á sögu hvítrar þjóðernishyggju og öfgahægristefnu innan flokksins verður birt á morgun. Erlent 25.6.2025 09:12
Hálfmaraþon í hamingjusprengju eftir fótbrot í fyrra „Ég átti ekki von á neinu en ákvað bara að hafa gaman af og það rættist svo sannarlega,“ segir Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður og dagskrárgerðarmaður hjá Rás 1 sem lauk nýverið hálfmaraþoni í brúarhlaupi á milli Danmerkur og Svíþjóðar. Hlaupið var einstaklega eftirminnilegt fyrir Guðrúnu þar sem hún brotnaði illa fyrir rúmu ári síðan en hlaupin hafa verið hennar hugleiðsla í áraraðir. Blaðamaður ræddi við hana um undirbúninginn og þennan magnaða dag. Lífið 24.6.2025 11:31
Sporvagni ekið inn í matarvagn í Gautaborg Átta eru sagðir slasaðir, þar af einn alvarlega, eftir að sporvagni var ekið á matarvagn í miðborg Gautaborgar í Svíþjóð í nótt. Vitni segja að sporvagninn hafi verið á óvenjumikilli ferð þegar slysið varð. Erlent 20.6.2025 11:12
Sérstaða Íslendinga í máltækni nýtist í nýrri samnorrænni gervigreindarmiðstöð Íslenska stofnunin Almannarómur auk fjögurra gervigreindarstofnanna frá Norðurlöndunum hyggjast stofna norræna-baltneska gervigreindarmiðstöð. Öll löndin munu deila upplýsingum sem varða framþróun gervigreindar þar sem sérstaða Íslendinga er íslensk máltækni. Viðskipti innlent 18.6.2025 16:07
Sænsk „sorpdrottning“ hlaut þungan fangelsisdóm fyrir umhverfisbrot Stjórnendur sænsks sorphirðufyrirtækis hlutu þunga fangelsisdóma fyrir að urða eitraðan úrgangs á nokkrum stöðum í Svíþjóð, þar á meðal fyrrverandi forstjóri sem kallaði sig „sorpdrottninguna“. Málinu hefur verið lýst sem mesta umhverfishneyksli í samtímasögu Svíþjóðar. Erlent 18.6.2025 09:10
Giftu sig í miðju hlaupi Það er eitt að vera með hlaupabakertíuna en allt annað að vilja gifta sig í hlaupaskónum og á meðan þú hleypur hálfmaraþon. Sport 17.6.2025 14:02
Hlupu frá Danmörku til Svíþjóðar Um fjörutíu þúsund manns hlupu hálfmaraþon í dag frá Kaupmannahöfn yfir Eyrarsundsbrú til Malmö í brúarhlaupinu, broloppet, sem haldið var í tilefni 25 ára afmælis brúarinnar. Erlent 15.6.2025 23:50
Milljarðamæringur réttir nítján ára íþróttakonu hjálparhönd Sænski milljarðamæringurinn Christer Gardell hefur valið sér nýja íþróttastjörnu til styðja í gegnum súrt og sætt og peningaframlag hans skiptir þessa efnilegu íþróttakonu miklu máli. Sport 13.6.2025 08:31
Greta Thunberg á leið heim til Svíþjóðar Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg er á leiðinni heim til Svíþjóðar eftir að Ísraelsher stöðvaði skútuna Madleen og aðgerðasinnana um borð sem hugðust flytja hjálpargögn til Gasa. Erlent 10.6.2025 07:09
Ísraelsher stöðvaði skútuna og handtók áhöfnina Ísraelski herinn hefur stöðvað skútuna Madleen, sem sigldi til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur, og handtekið alla tólf um borð, þar á meðal Gretu Thunberg. Freedom Flotilla Coalition, sem standa að baki ferðinni, segja áhöfninni hafa verið rænt af Ísraelsher. Erlent 9.6.2025 07:55
Svíar leigja fangelsispláss í Eistlandi Sænsk stjórnvöld hafa gert samkomulag við Eistland um að leigja um fjögur hundruð fangaklefa sem geta hýst allt að sex hundruð sænska fanga. Samningurinn á að leysa úr þröngri stöðu í fangelsismálum í Svíþjóð. Erlent 4.6.2025 11:43
Fjórir ákærðir í tengslum við morðið á C.Gambino Fjórir eru ákærðir í tengslum við morðið á sænska rapparanum C.Gambino sem var skotinn til bana í bílastæðahúsi síðasta sumar. Lögregla telur morðið tengjast gengjastríðum en lögmaður aðstandenda neitar að hann hafi verið liðsmaður gengis. Erlent 3.6.2025 13:18
Volvo segir upp þrjú þúsund manns Efnahagsleg óvissa og spenna í heimsviðskiptum er sögð ástæða þess að bílaframleiðandinn Volvo ákvað að segja upp um þrjú þúsund starfsmönnum í sparnaðarskyni í dag. Að minnsta kosti 1.200 störf tapast í Svíþjóð. Viðskipti erlent 26.5.2025 15:41
Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Það eru ekki mörg dæmi um einstaklinga sem hafa staðið augliti til auglitis við lífshættulegan sjúkdóm og samt haldið ótrauðir áfram í námi og náð að útskrifast á tilsettum tíma. Egill Friðriksson er hins vegar einn af þeim. Lífið 25.5.2025 11:01