Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2020 08:42 Rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að illa farin stafnhurðin hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. EPA Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat á síðu skrokks ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. Heimildarþættirnir Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir, eru frumsýndir á Dplay í dag þar sem harmleikurinn er til umfjöllunar. Þáttagerðarmennirnir hafa notast við köfunarvélmenni sem myndaði skrokk skipsins á hafsbotni. Á myndunum, sem hafa verið birtar á vef Aftonbladet, má sjá gatið á síðunni sem hefur áður snúið niður og ekki verið sýnilegt. Skrokkurinn hefur hins vegar með árunum verið á hreyfingu og því hefur stjórnborðssíða skrokksins nú orðið sýnilegri. Í frétt blaðsins segir að gatið, sem er fjórir metrar á hæð og 1,2 metrar þar sem það er breiðast, sé að finna á stjórnborðssíðu skipsins og hafi verið bæði yfir og undir sjávarhæð á síðu ferjunnar. Utanaðkomandi kraftur Þeir sérfræðingar sem þáttagerðarmennirnir ræða við útiloka að sprenging hafi valdið umræddu gati, og segja að þess í stað bendi flest til að það sé utanaðkomandi kraftur sem hafi valdið gatinu. Þáttagerðarmennirnir segja uppgötvunina styðja við bakið á þeirri kenningu að skýringuna á því að skipið hafi sokkið sé ekki einungis að finna í að stafnhurð ferjunnar hafi losnað líkt og niðurstaða rannsóknarnefndar sænskra, finnskra og eistneskra yfirvalda sagði til um. Umrætt gat kunni einnig að skýra að ferjan hafi sokkið svo fljótt og raun bar vitni. Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust.GEtty Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust. Hafa ekki sætt sig við niðurstöðu nefndarinnar Í frétt Aftonbladet segir að einhverjir þeirra sem komust lífs af úr slysinu hafi aldrei getað sætt sig við niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar – það er að illa farin stafnhurðin hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Segja þeir skýringuna ekki koma heim og saman við upplifun eftirlifenda. Eistnesk stjórnvöld hafa nú krafist að ráðist verði í nýja rannsókn. Heimildargerðarmennirnir hafa verið ákærðir fyrir röskun á grafhelgi vegna upptaka sinna. Svíþjóð Finnland Eistland Estonia-slysið Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira
Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat á síðu skrokks ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. Heimildarþættirnir Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir, eru frumsýndir á Dplay í dag þar sem harmleikurinn er til umfjöllunar. Þáttagerðarmennirnir hafa notast við köfunarvélmenni sem myndaði skrokk skipsins á hafsbotni. Á myndunum, sem hafa verið birtar á vef Aftonbladet, má sjá gatið á síðunni sem hefur áður snúið niður og ekki verið sýnilegt. Skrokkurinn hefur hins vegar með árunum verið á hreyfingu og því hefur stjórnborðssíða skrokksins nú orðið sýnilegri. Í frétt blaðsins segir að gatið, sem er fjórir metrar á hæð og 1,2 metrar þar sem það er breiðast, sé að finna á stjórnborðssíðu skipsins og hafi verið bæði yfir og undir sjávarhæð á síðu ferjunnar. Utanaðkomandi kraftur Þeir sérfræðingar sem þáttagerðarmennirnir ræða við útiloka að sprenging hafi valdið umræddu gati, og segja að þess í stað bendi flest til að það sé utanaðkomandi kraftur sem hafi valdið gatinu. Þáttagerðarmennirnir segja uppgötvunina styðja við bakið á þeirri kenningu að skýringuna á því að skipið hafi sokkið sé ekki einungis að finna í að stafnhurð ferjunnar hafi losnað líkt og niðurstaða rannsóknarnefndar sænskra, finnskra og eistneskra yfirvalda sagði til um. Umrætt gat kunni einnig að skýra að ferjan hafi sokkið svo fljótt og raun bar vitni. Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust.GEtty Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust. Hafa ekki sætt sig við niðurstöðu nefndarinnar Í frétt Aftonbladet segir að einhverjir þeirra sem komust lífs af úr slysinu hafi aldrei getað sætt sig við niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar – það er að illa farin stafnhurðin hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Segja þeir skýringuna ekki koma heim og saman við upplifun eftirlifenda. Eistnesk stjórnvöld hafa nú krafist að ráðist verði í nýja rannsókn. Heimildargerðarmennirnir hafa verið ákærðir fyrir röskun á grafhelgi vegna upptaka sinna.
Svíþjóð Finnland Eistland Estonia-slysið Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira