Veður

Spá allt að fjórtán stiga hita

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hitakortið sem gildir fyrir hádegið á fimmtudag lítur ágætlega út.
Hitakortið sem gildir fyrir hádegið á fimmtudag lítur ágætlega út. Veðurstofa Íslands

Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu í augnablikinu og beinir votum og mildum sunnanáttum að landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þar segir að hann muni þó haldast þurr á Norður- og Austurlandi lengst af auk þess sem þar nái hitinn tveggja stafa tölum þegar best lætur.

Um helgina fer svo kaldara loft að sækja að og gæti þá farið að snjóa á norðanverðu landinu „sem ætti ekki koma á óvart enda tvær heilar vikur eftir af vetrinum,“ eins og segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu:

Suðvestan 8-15 m/s og skúrir S- og V-lands, hvassast við ströninda, en rofar til á N- og A-landi. Hægari uppúr hádegi og dálítil væta S- og V-lands, en annars bjart með köflum. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst.

Suðlæg átt á morgun, 8-15 m/s og víða dálítil væta, en skýjað og þurrt að mestu á N- og A-landi. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast A-lands.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og súld eða rigning, en skýjað með köflum en þurrt að mestu á N- og A-landi. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast NA-til.

Á föstudag:

Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og rigning með köflum, en skúrir og síðar él eftir hádegi. Lengst af léttskýjað NA-lands. Kólnar í veðri.

Á laugardag (vorjafndægur):

Stíf suðvestlæg átt og rigning eða slydda, en áfram þurrt eystra. Hiti 1 til 6 stig.

Á sunnudag:

Suðvestlægar eða breytilegar áttir með rigningu eða slyddu, en snjókomu norðan heiða og kólnandi veður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×