Enski boltinn

Að láni frá Liverpool á síðustu stundu

Sindri Sverrisson skrifar
Takumi Minamino hefur ekki fengið að spila eins mikið og hann vildi hjá Liverpool.
Takumi Minamino hefur ekki fengið að spila eins mikið og hann vildi hjá Liverpool. Getty/Clive Brunskill

Southampton hefur fengið Japanann Takumi Minamino að láni frá Liverpool eftir að félaginu mistókst að fá Ainsley Maitland-Niles, sem fór frá Arsenal til West Bromwich Albion.

Félegaskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta lokaðist í gærkvöld en tveimur tímum síðar tilkynnti Southampton að félagið hefði fengið Minamino að láni. Hann kemur í stað Shane Long sem fór til B-deildarfélagsins Bournemouth, sem hafði látið Joshua King fara til Everton.

Minamino, sem er 26 ára, kostaði 7,25 milljónir punda þegar Liverpool fékk hann frá Red Bull Salzburg fyrir ári síðan. Hann hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá liðinu og aðeins verið í byrjunarliðinu í fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

„Takumi gefur okkur nýja sóknarmöguleika og það sem er enn mikilvægara þá er hann rétt týpa af leikmanni fyrir okkur,“ sagði Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton.


Tengdar fréttir

Matip frá út leiktíðina

Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, hefur staðfest að varnarmaður liðsins Joel Matip muni ekki leika meira á leiktíðinni vegna ökklameiðsla.

Annar varnarmaður kominn til Liverpool

Liverpool hefur staðfest komu varnarmannsins Ozan Kabak til félagsins. Fregnir bárust af því snemma dags að Tyrkinn væri á leið til félagsins og nú hefur það verið staðfest.

„Í venju­legum glugga hefðum við ekki horft til Preston“

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að í venjulegum félagaskiptaglugga hefðu ensku meistararnir ekki horft til Preston í leit að nýjum leikmanni. Tilkynnt var í kvöld að Ben Davies, varnarmaður Preston, væri kominn til meistaranna.

Gylfi fær norskan samherja

Framherjinn Joshua King er að semja við Everton. Þetta segir fréttamaðurinn Kris Temple sem vinnur hjá breska ríkisútvarpinu, BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×