Enski boltinn

Matip frá út leiktíðina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Matip spilar ekki meira á leiktíðinni.
Matip spilar ekki meira á leiktíðinni. Marc Atkins/Getty

Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, hefur staðfest að varnarmaður liðsins Joel Matip muni ekki leika meira á leiktíðinni vegna ökklameiðsla.

Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins í kvöld en Matip meiddist í 3-1 sigrinum á Tottenham síðasta þriðjudag.

Eftir nánari skoðun kom í ljós að Matip mun ekki ná að spila aftur á leiktíðinni og því sótti Liverpool tvo miðverði í dag.

Liverpool tilkynnti í dag að þeir Ben Davies og Ozan Kabak hefðu gengið í raðir félagsins og eiga leysa, að hluta til, miðvarðarleysi liðsins.

Varnarmenn Liverpool hafa glímt við mikil meiðsli á þessari leiktíð en nú þegar eru Virgil van Dijk, Joe Gomez, Fabinho og auðvitað Matip á meiðslalistanum.

Liverpool er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 40 stig, fjórum stigum á eftir Man. City. Liðin mætist svo Leipzig í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.


Tengdar fréttir

Annar varnarmaður kominn til Liverpool

Liverpool hefur staðfest komu varnarmannsins Ozan Kabak til félagsins. Fregnir bárust af því snemma dags að Tyrkinn væri á leið til félagsins og nú hefur það verið staðfest.

Frá Preston til Liverpool

Varnarmaðurinn Ben Davies er kominn til Liverpool frá Preston North End en hann hefur skrifað undir langan samning við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×