Enski boltinn

„Í venju­legum glugga hefðum við ekki horft til Preston“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp hvetur sína menn til dáða. Hann er búinn að ná í varnarmann.
Klopp hvetur sína menn til dáða. Hann er búinn að ná í varnarmann. John Walton/Getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að í venjulegum félagaskiptaglugga hefðu ensku meistararnir ekki horft til Preston í leit að nýjum leikmanni. Tilkynnt var í kvöld að Ben Davies, varnarmaður Preston, væri kominn til meistaranna.

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft sín áhrif á félagaskiptamarkaðinn í janúar og ekki mikið um stór kaup enda félögin ekki með jafn mikið á mikið handanna og fyrir faraldurinn.

„Það sem við sjáum með Ben er að í ákveðnum aðstæðum þá skapast tækifæri. Ég held að það sé algjörlega klárt að í venjulegum glugga, með fullri virðingu, þá hefðum við ekki horft til Preston varðandi leikmenn fyrir okkur,“ sagði Klopp.

„En svo sáum við hann og staðan varð skýrari og skýrari - þau vandamál sem við höfum - þá vorum við mjög spenntir fyrir honum og hugsuðum: Vá.“

Klopp sér margt spennandi í enska miðverðinum.

„Hann er leikmaður sem hefur spilað allan sinn feril hjá Preston. Það er nánast handan við hornið. Við sjáum hæfileikana hjá honum. Við sjáum gæðin því hann er 25 ára og á nóg inni.“

„Ég elska margt við leik hans. Hann er mjög góður fótboltamaður og lítur út eins og alvöru leiðtogi hjá Preston. Hann er góður í návígum, er klókur og getur spilað mismunandi stöður því hann hefur spilað í þriggja manna varnarlínu, fjögurra og alls kyns varnarleik,“ sagði Klopp.


Tengdar fréttir

Frá Preston til Liverpool

Varnarmaðurinn Ben Davies er kominn til Liverpool frá Preston North End en hann hefur skrifað undir langan samning við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×