Útlit fyrir töf á afhendingu AstraZeneca innan Evrópusambandsins Sylvía Hall skrifar 22. janúar 2021 23:15 Bóluefni AstraZeneca og vísindamanna við Oxford-háskóla hefur ekki fengið markaðsleyfi innan Evrópusambandsins. Getty/Jakub Porzycki Færri skammtar af bóluefni AstraZeneca verða afhentir innan Evrópusambandsins næstu vikurnar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Búist var við hundrað milljónum skammta á fyrsta ársfjórðungi, en samkvæmt Financial Times gætu þeir orðið færri en fjörutíu milljónir. Ekki liggur fyrir hversu miklu munar, en afkastageta framleiðslustöðva í Evrópu er sögð hafa verið minni en búist var við. Þá eru bráðabirgðaáætlanir um afhendingu sagðar háðar því að bóluefnið fái markaðsleyfi frá Evrópusambandinu, sem vonir standa til að gerist á næstu dögum eða vikum. Unnið er að því að auka afköstin til að standa undir væntingum og fullyrðir fyrirtækið að „tugir milljóna skammta“ fari í dreifingu innan Evrópusambandsins í febrúar og mars. Stella Kyriakides, yfirmaður heilbrigðismála hjá Evrópusambandinu, greindi frá töfinni á Twitter-síðu sinni í dag. Hún segir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með fréttirnar, enda hafi verið farið fram á nákvæma afhendingaráætlun svo aðildarríki gætu undirbúið bólusetningar. The @EU_Commission will continue to insist with @AstraZeneca on measures to increase predictability and stability of deliveries, and acceleration of the distribution of doses/3.— Stella Kyriakides (@SKyriakidesEU) January 22, 2021 „Framkvæmdastjórnin mun áfram krefjast þess að AstraZeneca auki fyrirsjáanlega og stöðugleika í afhendingu og hraði dreifingu skammta,“ skrifaði Kyriakides. Samkvæmt heimildum Financial Times er mikil óánægja meðal embættismanna Evrópusambandsins. Einn lýsti töfinni sem skammarlegri, enda kæmi hún til með að ýta frekar undir óánægju og gremju meðal aðildarríkja þar sem bólusetningar ganga hægar en vonir stóðu til. Töfin nær þó ekki aðeins til aðildarríkja Evrópusambandsins, en Noregur mun að öllum líkindum fá færri en 200 þúsund skammta af bóluefninu í febrúar. Afhendingaráætlun hafði gert ráð fyrir 1,1 milljón skömmtum. Ísland undirritaði samning við AstraZeneca þann 15. október síðastliðinn um 230 þúsund skammta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Tengdar fréttir Bíða ekki eftir ESB og samþykkja bóluefni AstraZeneca og Sputnik V Lyfjastofnun Ungverjalands hefur veitt bóluefni AstraZenica og rússneska bóluefninu Sputnik V bráðabirgðaleyfi í landinu. 21. janúar 2021 12:07 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Ekki liggur fyrir hversu miklu munar, en afkastageta framleiðslustöðva í Evrópu er sögð hafa verið minni en búist var við. Þá eru bráðabirgðaáætlanir um afhendingu sagðar háðar því að bóluefnið fái markaðsleyfi frá Evrópusambandinu, sem vonir standa til að gerist á næstu dögum eða vikum. Unnið er að því að auka afköstin til að standa undir væntingum og fullyrðir fyrirtækið að „tugir milljóna skammta“ fari í dreifingu innan Evrópusambandsins í febrúar og mars. Stella Kyriakides, yfirmaður heilbrigðismála hjá Evrópusambandinu, greindi frá töfinni á Twitter-síðu sinni í dag. Hún segir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með fréttirnar, enda hafi verið farið fram á nákvæma afhendingaráætlun svo aðildarríki gætu undirbúið bólusetningar. The @EU_Commission will continue to insist with @AstraZeneca on measures to increase predictability and stability of deliveries, and acceleration of the distribution of doses/3.— Stella Kyriakides (@SKyriakidesEU) January 22, 2021 „Framkvæmdastjórnin mun áfram krefjast þess að AstraZeneca auki fyrirsjáanlega og stöðugleika í afhendingu og hraði dreifingu skammta,“ skrifaði Kyriakides. Samkvæmt heimildum Financial Times er mikil óánægja meðal embættismanna Evrópusambandsins. Einn lýsti töfinni sem skammarlegri, enda kæmi hún til með að ýta frekar undir óánægju og gremju meðal aðildarríkja þar sem bólusetningar ganga hægar en vonir stóðu til. Töfin nær þó ekki aðeins til aðildarríkja Evrópusambandsins, en Noregur mun að öllum líkindum fá færri en 200 þúsund skammta af bóluefninu í febrúar. Afhendingaráætlun hafði gert ráð fyrir 1,1 milljón skömmtum. Ísland undirritaði samning við AstraZeneca þann 15. október síðastliðinn um 230 þúsund skammta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Tengdar fréttir Bíða ekki eftir ESB og samþykkja bóluefni AstraZeneca og Sputnik V Lyfjastofnun Ungverjalands hefur veitt bóluefni AstraZenica og rússneska bóluefninu Sputnik V bráðabirgðaleyfi í landinu. 21. janúar 2021 12:07 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Bíða ekki eftir ESB og samþykkja bóluefni AstraZeneca og Sputnik V Lyfjastofnun Ungverjalands hefur veitt bóluefni AstraZenica og rússneska bóluefninu Sputnik V bráðabirgðaleyfi í landinu. 21. janúar 2021 12:07
Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30