Erlent

Bíða ekki eftir ESB og sam­þykkja bólu­efni AstraZene­ca og Sput­nik V

Atli Ísleifsson skrifar
Victor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands.
Victor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands. EPA/IAN LANGSDON

Lyfjastofnun Ungverjalands hefur veitt bóluefni AstraZenica og rússneska bóluefninu Sputnik V bráðabirgðaleyfi í landinu.

Ungversk stjórnvöld hafa því ákveðið að bíða ekki sérstaklega eftir ákvörðun Lyfjastofnun Evrópu um hvort veita skuli bóluefninu skilyrt markaðsleyfi, en málið verður tekið fyrir á matsfundi stofnunarinnar þann 29. janúar næstkomandi.

Reuters greinir frá málinu og vísar orð Gergely Gulyas, starfsmannastjóra Victors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands.

Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, fer til Moskvu í Rússlandi í dag þar sem hann mun eiga fundi þar sem vonast er til að hægt verði að tryggja Ungverjum skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V.

Astra Zeneca hefur tilkynnt að byrjað verði að afhenda bóluefnaskammta frá fyrirtækinu í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.