Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Andri Eysteinsson skrifar 1. febrúar 2020 08:39 Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna kynnti aðgerðirnar í gær. EPA/Michael Reynolds Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. Bandarískir ríkisborgarar sem dvalið hafa í nágrenni Wuhan munu þurfa að dvelja í sóttkví í tvær vikur áður en þeim er hleypt inn í landið. BBC greinir frá. Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Alex Azar, sagði á blaðamannafundi í Washington í gær að lýst yrði yfir neyðarástandi í heilbrigðismálum vegna veirunnar.„Bandarískir ríkisborgarar eru ekki í mikilli hættu á að smitast og með þessum aðgerðum vinnum við að því að halda ástandinu sem slíku,“ sagði Azar en sjö hafa greinst með Wuhan-veiruna í Bandaríkjunum en grunur leikur á um smit hjá 191 öðrum.Kínversk yfirvöld greindu í gær frá því að fjöldi látinna hafi aukist úr 46 yfir í 259. 249 þeirra í Hubei héraðinu, þar sem Wuhan er að finna. Fleiri ríki hafa gripið til ráðstafana vegna smithættu. Ástralir hafa ákveðið að enginn erlendur ríkisborgari, sem ferðast til landsins frá Kína, fái inngöngu. Líkt og í Bandaríkjunum munu ástralskir ríkisborgarar þurfa í sóttkví við komuna frá Kína. Þá er búist við samskonar aðgerðum í Bretlandi, Suður-Kóreu, Singapúr og í Nýja Sjálandi. Lagt hefur verið bann við ferðalögum frá Mongólíu til Kína, Ísrael hefur bannað flugsamgöngur milli landanna. Tveimur kínverskum ríkisborgurum hefur verið komið fyrir í einangrun í Rússlandi eftir að hafa greinst með veiruna. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bandarísk stjórnvöld segja almenningi að ferðast ekki til Kína Alls eru 213 manns látnir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. 31. janúar 2020 06:30 Fyrstu staðfestu tilfelli Wuhan-veirunnar í Bretlandi Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að tvö tilfelli Wuhan-kórónaveirunnar hafi greinst í Englandi. 31. janúar 2020 09:44 Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31. janúar 2020 17:17 Birta leiðbeiningar um hvernig megi helst forðast Wuhan-veirusmit Landspítalinn hefur í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) gefið út leiðbeiningar um hvernig best sé draga úr sýkingarhættu vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. 31. janúar 2020 19:30 Samhæfingarmiðstöð virkjuð til vonar og vara Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð klukkan tíu í dag þar sem stilla á saman strengi í varúðarskyni vegna Wuhan kórónaveirunnar. 31. janúar 2020 10:05 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. Bandarískir ríkisborgarar sem dvalið hafa í nágrenni Wuhan munu þurfa að dvelja í sóttkví í tvær vikur áður en þeim er hleypt inn í landið. BBC greinir frá. Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Alex Azar, sagði á blaðamannafundi í Washington í gær að lýst yrði yfir neyðarástandi í heilbrigðismálum vegna veirunnar.„Bandarískir ríkisborgarar eru ekki í mikilli hættu á að smitast og með þessum aðgerðum vinnum við að því að halda ástandinu sem slíku,“ sagði Azar en sjö hafa greinst með Wuhan-veiruna í Bandaríkjunum en grunur leikur á um smit hjá 191 öðrum.Kínversk yfirvöld greindu í gær frá því að fjöldi látinna hafi aukist úr 46 yfir í 259. 249 þeirra í Hubei héraðinu, þar sem Wuhan er að finna. Fleiri ríki hafa gripið til ráðstafana vegna smithættu. Ástralir hafa ákveðið að enginn erlendur ríkisborgari, sem ferðast til landsins frá Kína, fái inngöngu. Líkt og í Bandaríkjunum munu ástralskir ríkisborgarar þurfa í sóttkví við komuna frá Kína. Þá er búist við samskonar aðgerðum í Bretlandi, Suður-Kóreu, Singapúr og í Nýja Sjálandi. Lagt hefur verið bann við ferðalögum frá Mongólíu til Kína, Ísrael hefur bannað flugsamgöngur milli landanna. Tveimur kínverskum ríkisborgurum hefur verið komið fyrir í einangrun í Rússlandi eftir að hafa greinst með veiruna.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bandarísk stjórnvöld segja almenningi að ferðast ekki til Kína Alls eru 213 manns látnir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. 31. janúar 2020 06:30 Fyrstu staðfestu tilfelli Wuhan-veirunnar í Bretlandi Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að tvö tilfelli Wuhan-kórónaveirunnar hafi greinst í Englandi. 31. janúar 2020 09:44 Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31. janúar 2020 17:17 Birta leiðbeiningar um hvernig megi helst forðast Wuhan-veirusmit Landspítalinn hefur í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) gefið út leiðbeiningar um hvernig best sé draga úr sýkingarhættu vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. 31. janúar 2020 19:30 Samhæfingarmiðstöð virkjuð til vonar og vara Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð klukkan tíu í dag þar sem stilla á saman strengi í varúðarskyni vegna Wuhan kórónaveirunnar. 31. janúar 2020 10:05 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld segja almenningi að ferðast ekki til Kína Alls eru 213 manns látnir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. 31. janúar 2020 06:30
Fyrstu staðfestu tilfelli Wuhan-veirunnar í Bretlandi Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að tvö tilfelli Wuhan-kórónaveirunnar hafi greinst í Englandi. 31. janúar 2020 09:44
Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31. janúar 2020 17:17
Birta leiðbeiningar um hvernig megi helst forðast Wuhan-veirusmit Landspítalinn hefur í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) gefið út leiðbeiningar um hvernig best sé draga úr sýkingarhættu vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. 31. janúar 2020 19:30
Samhæfingarmiðstöð virkjuð til vonar og vara Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð klukkan tíu í dag þar sem stilla á saman strengi í varúðarskyni vegna Wuhan kórónaveirunnar. 31. janúar 2020 10:05