Birta leiðbeiningar um hvernig megi helst forðast Wuhan-veirusmit Eiður Þór Árnason skrifar 31. janúar 2020 19:30 Engin smit hafa greinst hér á landi. Vísir/Egill Landspítalinn hefur í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) gefið út leiðbeiningar um hvernig best sé draga úr sýkingarhættu vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Tilmælunum er ætlað að hjálpa almenningi og ferðamönnum að draga úr líkum á alvarlegum veikindum og fækka smitleiðum. Lögð er áhersla á handhreinsun og hreinlæti í kringum augu, nef og munn ásamt öruggri meðferð fæðu. Lesa má umræddar leiðbeiningar í heild sinni hér fyrir neðan: Hreinsið hendur oft og reglulega; notið heitt vatn og sápu - einnig handspritt ef kostur er. Hóstið og hnerrið í krepptan olnboga eða í pappír (eldhúss- eða klósettpappír) og hendið pappírnum strax að notkun lokinni. Gætið hreinlætis kringum augu og öndunarveg; munn og nef. Forðist náið samneyti við fólk sem er með hita eða hósta eða augljós flensueinkenni. Reynið sjálf að komast hjá ferðalögum ef veikindi af þessu tagi eru til staðar. Ef þið eruð með háan hita eða þungan hósta eða finnið fyrir öndunarerfiðleikum leitið þá til læknis þegar í stað og greinið frá nýlegum ferðalögum, hafi einhver verið. Munið að hringja á viðkomandi heilbrigðisstofnun eða í símanúmerið 1700 (Ísland) áður en farið er þangað svo hægt sé að gera ráðstafanir þar til að forðast smit. Forðist alla óvarða snertingu við villt dýr og húsdýr á landsvæðum þar sem kórónaveiran hefur greinst. Á ferðalögum um þekkt smitsvæði kórónaveiru ætti fólk að forðast hráar eða lítið eldaðar dýraafurðir. Það á einkum við um hrátt kjöt, mjólk og innyfli dýra. Mikilvægt er að gæta ítrustu varúðar við eldamennsku á smitsvæðum þar sem kórónaveira hefur greinst. Helstu einkenni líkist inflúensusýkingu Frekari upplýsingar um veiruna má finna á vef Landspítalans þar sem greint er frá því að einkenni hennar líkist helst inflúensusýkingu. Ber þar helst hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta o.s.frv. Veiran getur einnig valdið alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingum og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar á 4-8 degi veikinda. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Þessir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma. Ekki talin ástæða til að hvetja til ferðabanns Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Hátt í níu þúsund einstaklingar hafa nú greinst með veiruna, nær allir í Kína. Veiran hefur ekki hlotið eiginlegt nafn af hálfu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og hefur hún því ýmist gengist undir nafninu kórónaveiran, nýja kórónaveiran eða verið kennd við kínversku borgina Wuhan, þar sem veiran er talin hafa átt upptök sín. Samkvæmt Embætti landlæknis er ekki ástæða að sinni til að hvetja til ferðabanns til eða frá Kína en ferðamenn eru þó hvattir til að sleppa ónauðsynlegum ferðalögum um þau svæði Kína þar sem faraldur geisar og huga vel að sýkingavörnum á ferðalögum almennt. Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð hefur verið virkjuð við áætlanagerð vegna faraldursins. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Búist við töfum á póstsendingum frá Kína Mörg flugfélög hafa aflýst ferðum til Kína sökum Wuhan-veirunnar sem nú herjar. 31. janúar 2020 13:10 Bandarísk stjórnvöld segja almenningi að ferðast ekki til Kína Alls eru 213 manns látnir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. 31. janúar 2020 06:30 Fyrstu staðfestu tilfelli Wuhan-veirunnar í Bretlandi Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að tvö tilfelli Wuhan-kórónaveirunnar hafi greinst í Englandi. 31. janúar 2020 09:44 Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31. janúar 2020 17:17 Samhæfingarmiðstöð virkjuð til vonar og vara Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð klukkan tíu í dag þar sem stilla á saman strengi í varúðarskyni vegna Wuhan kórónaveirunnar. 31. janúar 2020 10:05 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Landspítalinn hefur í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) gefið út leiðbeiningar um hvernig best sé draga úr sýkingarhættu vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Tilmælunum er ætlað að hjálpa almenningi og ferðamönnum að draga úr líkum á alvarlegum veikindum og fækka smitleiðum. Lögð er áhersla á handhreinsun og hreinlæti í kringum augu, nef og munn ásamt öruggri meðferð fæðu. Lesa má umræddar leiðbeiningar í heild sinni hér fyrir neðan: Hreinsið hendur oft og reglulega; notið heitt vatn og sápu - einnig handspritt ef kostur er. Hóstið og hnerrið í krepptan olnboga eða í pappír (eldhúss- eða klósettpappír) og hendið pappírnum strax að notkun lokinni. Gætið hreinlætis kringum augu og öndunarveg; munn og nef. Forðist náið samneyti við fólk sem er með hita eða hósta eða augljós flensueinkenni. Reynið sjálf að komast hjá ferðalögum ef veikindi af þessu tagi eru til staðar. Ef þið eruð með háan hita eða þungan hósta eða finnið fyrir öndunarerfiðleikum leitið þá til læknis þegar í stað og greinið frá nýlegum ferðalögum, hafi einhver verið. Munið að hringja á viðkomandi heilbrigðisstofnun eða í símanúmerið 1700 (Ísland) áður en farið er þangað svo hægt sé að gera ráðstafanir þar til að forðast smit. Forðist alla óvarða snertingu við villt dýr og húsdýr á landsvæðum þar sem kórónaveiran hefur greinst. Á ferðalögum um þekkt smitsvæði kórónaveiru ætti fólk að forðast hráar eða lítið eldaðar dýraafurðir. Það á einkum við um hrátt kjöt, mjólk og innyfli dýra. Mikilvægt er að gæta ítrustu varúðar við eldamennsku á smitsvæðum þar sem kórónaveira hefur greinst. Helstu einkenni líkist inflúensusýkingu Frekari upplýsingar um veiruna má finna á vef Landspítalans þar sem greint er frá því að einkenni hennar líkist helst inflúensusýkingu. Ber þar helst hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta o.s.frv. Veiran getur einnig valdið alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingum og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar á 4-8 degi veikinda. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Þessir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma. Ekki talin ástæða til að hvetja til ferðabanns Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Hátt í níu þúsund einstaklingar hafa nú greinst með veiruna, nær allir í Kína. Veiran hefur ekki hlotið eiginlegt nafn af hálfu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og hefur hún því ýmist gengist undir nafninu kórónaveiran, nýja kórónaveiran eða verið kennd við kínversku borgina Wuhan, þar sem veiran er talin hafa átt upptök sín. Samkvæmt Embætti landlæknis er ekki ástæða að sinni til að hvetja til ferðabanns til eða frá Kína en ferðamenn eru þó hvattir til að sleppa ónauðsynlegum ferðalögum um þau svæði Kína þar sem faraldur geisar og huga vel að sýkingavörnum á ferðalögum almennt. Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð hefur verið virkjuð við áætlanagerð vegna faraldursins.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Búist við töfum á póstsendingum frá Kína Mörg flugfélög hafa aflýst ferðum til Kína sökum Wuhan-veirunnar sem nú herjar. 31. janúar 2020 13:10 Bandarísk stjórnvöld segja almenningi að ferðast ekki til Kína Alls eru 213 manns látnir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. 31. janúar 2020 06:30 Fyrstu staðfestu tilfelli Wuhan-veirunnar í Bretlandi Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að tvö tilfelli Wuhan-kórónaveirunnar hafi greinst í Englandi. 31. janúar 2020 09:44 Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31. janúar 2020 17:17 Samhæfingarmiðstöð virkjuð til vonar og vara Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð klukkan tíu í dag þar sem stilla á saman strengi í varúðarskyni vegna Wuhan kórónaveirunnar. 31. janúar 2020 10:05 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Búist við töfum á póstsendingum frá Kína Mörg flugfélög hafa aflýst ferðum til Kína sökum Wuhan-veirunnar sem nú herjar. 31. janúar 2020 13:10
Bandarísk stjórnvöld segja almenningi að ferðast ekki til Kína Alls eru 213 manns látnir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. 31. janúar 2020 06:30
Fyrstu staðfestu tilfelli Wuhan-veirunnar í Bretlandi Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að tvö tilfelli Wuhan-kórónaveirunnar hafi greinst í Englandi. 31. janúar 2020 09:44
Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31. janúar 2020 17:17
Samhæfingarmiðstöð virkjuð til vonar og vara Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð klukkan tíu í dag þar sem stilla á saman strengi í varúðarskyni vegna Wuhan kórónaveirunnar. 31. janúar 2020 10:05