Erlent

Fyrsta stað­festa til­felli Wu­han-veirunnar hefur greinst í Sví­þjóð

Eiður Þór Árnason skrifar
Konan hefur verið lögð inn á Ryhov sjúkrahúsið í Jönköping.
Konan hefur verið lögð inn á Ryhov sjúkrahúsið í Jönköping. Vísir/EPA

Sænsk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að kona hafi greinst með Wuhan-veiruna í Svíþjóð. Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfelli veirunar í Svíþjóð og hlýtur konan meðferð á Ryhov sjúkrahúsinu í Jönköping.

Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. Hún er ekki sögð glíma við alvarleg veikindi.

Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Hátt í níu þúsund einstaklingar hafa nú greinst með veiruna, nær allir í Kína.

Fyrr í dag var greint frá því að fyrstu tvö tilfelli veirunnar hafi greinst í Bretlandi og á miðvikudag staðfestu heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi að ferðamaður þar í landi hafi greinst með veiruna.

Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO lýsti í gær yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Wuhan-veirunnar.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.