Innlent

Samhæfingarmiðstöð virkjuð til vonar og vara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð.
Frá samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Vísir/Friðrik Þór

Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð klukkan tíu í dag þar sem stilla á saman strengi í varúðarskyni vegna Wuhan kórónaveirunnar. Deildarstjóri almannavarna leggur áherslu á að engar vísbendingar séu um að veiran sé komin hingað til lands. Einfaldlega sé verið að kalla fólk á sama stað til að bera saman bækur sínar.

Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri almannavarna, segir í samtali við Vísi að verið sé að hugsa til framtíðar.

„Eins og við lögreglumenn vinnum - við viljum helst vera einni viku á undan,“ segir Hjálmar. Aðeins verður vakt á dagvinnutíma, til fjögur í dag og svo kemur fólk aftur saman á mánudaginn eftir kærkomið helgarfrí. Mikið álag hafi verið á almannavörnum undanfarnar vikur meðal annars vegna snjóflóða og slæms veðurs.

Hjálmar útskýrir að nú komi áhöfnin saman á einn stað, kveiki á tölvunum og stilli saman strengi. Það létti á kerfinu að vinnunni sé sinnt á einum stað, svo ekki séu allir að vinna í öllu.

Hann ítrekar að um varúðarráðstöfun sé að ræða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.