Erlent

Fjöldi tilfella á heimsvísu nær nú hálfri milljón

Andri Eysteinsson skrifar
802 af hálfri milljón tilfella hafa greinst hér á landi.
802 af hálfri milljón tilfella hafa greinst hér á landi. Vísir/Vilhelm

Tilfelli kórónuveirunnar á heimsvísu eru nú orðin fleiri en hálf milljón samkvæmt tölum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore í Maryland-ríki Bandaríkjanna.

Þar segir nú að fjöldi tilfella á heimsvísu séu alls 529.093 og hafa flest smit kórónuveirunnar greinst í Bandaríkjunum eða 83.507. Bandaríkin hafa því tekið fram úr Kína og Ítalíu, löndunum þar sem veiran hefur hingað til ollið mestum skaða í.

Frá því að veiran greindist fyrst í lok síðasta árs í Wuhan í Hubei héraði í Kína hafa alls 81.782 tilfelli greinst í Kína samkvæmt tölum John Hopkins skólans. Tilfellin á Ítalíu eru talin vera 80.589 talsins.

Yfir 23 þúsund manns hafa látist af völdum veirunnar og flestir þeirra á Ítalíu eða 8.215. Næst flest dauðsföll hafa orðið á Spáni þar sem að 4.154 hafa látist.

Fjöldi þeirra sem hafa jafnað sig af veirunni og teljast heilbrigðir í dag er þó ívið hærri en yfir 122.000 manns hafa jafnað sig þar af 61.201 í Hubei héraði þar sem veiran greindist fyrst.

Yfir tíu þúsund manns hafa jafnað sig af veirunni á Ítalíu og í Íran sem einnig varð illa úti í byrjun útbreiðslu veirunnar.

Hér á Íslandi hafa 802 greinst með veiruna og eru það fleiri en í Indlandi, Filippseyjum og Mexíkó svo dæmi séu tekin. Tvö hafa látist hér á landi vegna veirusmits.

Fjöldi smita hefur aukist dag frá degi undanfarið en á fundi alþjóðaheilbrigðismálastofunarinnar (WHO) ítrekaði yfirmaður WHO, Tedros Adhanom Ghebreyesus hve hratt smituðum hafi fjölgað. 

„Það tók 67 daga að staðfesta fyrstu hundrað þúsund smitin. Ellefu daga að staðfesta næstu hundrað þúsund smit. Þriðju hundruð þúsundin tóku einungis fjóra daga og þau fjórðu tvo,“ sagði forstjórinn.

Sjá einnig: Segir milljónir geta dáið verði ekki gripið til aðgerða

Kallaði Ghebreyesus eftir því að heimsbyggðin myndi „berjast eins og fjandinn sjálfur,“ gegn útbreiðslu veirunnar, yrði það ekki gert gæti milljónir manna látið lífið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.