Segir milljónir geta dáið verði ekki gripið til aðgerða Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2020 21:58 Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, segir ákvarðanir þjóðarleiðtoga um þessar mundir muna hafa áhrif áratugi fram í tímann. epa/SALVATORE DI NOLFI Verði ekki gripið til afgerandi aðgerða á heimsvísu gæti Covid-19, sjúkdómurinn sem nýja kórónuveiran veldur, fellt milljónir fólks. Þetta sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á fjarfundi leiðtoga G20 ríkja í dag. Ítrekaði hann hve smituðum hefur fjölgað hratt frá því veiran stakk fyrst upp kollinum. Það tók 67 daga að staðfesta fyrstu hundrað þúsund smitin. Ellefu daga að staðfesta næstu hundrað þúsund smitin. Þriðju hundruð þúsundin tóku einungis fjóra daga og þau fjórðu tvo. Nú er staðan sú á heimsvísu að rúmlega 526 þúsund hafa smitast, svo vitað sé, og tæplega 24 þúsund dáið. Rúmlega 120 þúsund hafa jafnað sig af sjúkdómnum, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Flest smit hafa nú verið staðfest í Bandaríkjunum. Í ræðu sinni sagði Ghebreyesus að einungis tíminn gæti leitt í ljós hver heildarkostnaður heimsins yrði vegna faraldursins. Sama hve hár hann verður sagði Ghebreyesus að ylti á ákvörðunum þjóðarleiðtoga á næstu dögum og sagði hann að þær ákvarðanir myndu hafa afleiðingar áratugi fram í tímann. Besta leiðin til að vernda mannslíf, lífsviðurværi fólks og efnahagi er samkvæmt Ghebreyesus að stoppa faraldurinn. Það verði einungis gert með umfangsmiklum og afgerandi aðgerðum. „Berjist. Berjist af hörku. Berjist eins og fjandinn sjálfur. Berjist eins og líf ykkar velti á því, því þau gera það,“ sagði Ghebreyesus. Hann kallaði einnig eftir samstöðu á heimsvísu og að ríki heimsins tækju höndum saman varðandi framleiðslu nauðsynja eins og hlífðarbúnaðar fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Honoured to address the @g20org Extraordinary Summit on #COVID19, chaired by @KingSalman. I asked them to:1. Fight like our lives depend on it, because they do.2. Unite. We will only get out of this together.3. Ignite a global movement to ensure this never happens again.— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) March 26, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Verði ekki gripið til afgerandi aðgerða á heimsvísu gæti Covid-19, sjúkdómurinn sem nýja kórónuveiran veldur, fellt milljónir fólks. Þetta sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á fjarfundi leiðtoga G20 ríkja í dag. Ítrekaði hann hve smituðum hefur fjölgað hratt frá því veiran stakk fyrst upp kollinum. Það tók 67 daga að staðfesta fyrstu hundrað þúsund smitin. Ellefu daga að staðfesta næstu hundrað þúsund smitin. Þriðju hundruð þúsundin tóku einungis fjóra daga og þau fjórðu tvo. Nú er staðan sú á heimsvísu að rúmlega 526 þúsund hafa smitast, svo vitað sé, og tæplega 24 þúsund dáið. Rúmlega 120 þúsund hafa jafnað sig af sjúkdómnum, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Flest smit hafa nú verið staðfest í Bandaríkjunum. Í ræðu sinni sagði Ghebreyesus að einungis tíminn gæti leitt í ljós hver heildarkostnaður heimsins yrði vegna faraldursins. Sama hve hár hann verður sagði Ghebreyesus að ylti á ákvörðunum þjóðarleiðtoga á næstu dögum og sagði hann að þær ákvarðanir myndu hafa afleiðingar áratugi fram í tímann. Besta leiðin til að vernda mannslíf, lífsviðurværi fólks og efnahagi er samkvæmt Ghebreyesus að stoppa faraldurinn. Það verði einungis gert með umfangsmiklum og afgerandi aðgerðum. „Berjist. Berjist af hörku. Berjist eins og fjandinn sjálfur. Berjist eins og líf ykkar velti á því, því þau gera það,“ sagði Ghebreyesus. Hann kallaði einnig eftir samstöðu á heimsvísu og að ríki heimsins tækju höndum saman varðandi framleiðslu nauðsynja eins og hlífðarbúnaðar fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Honoured to address the @g20org Extraordinary Summit on #COVID19, chaired by @KingSalman. I asked them to:1. Fight like our lives depend on it, because they do.2. Unite. We will only get out of this together.3. Ignite a global movement to ensure this never happens again.— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) March 26, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent