Fjöldi tilfella á heimsvísu nær nú hálfri milljón Andri Eysteinsson skrifar 26. mars 2020 23:11 802 af hálfri milljón tilfella hafa greinst hér á landi. Vísir/Vilhelm Tilfelli kórónuveirunnar á heimsvísu eru nú orðin fleiri en hálf milljón samkvæmt tölum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore í Maryland-ríki Bandaríkjanna. Þar segir nú að fjöldi tilfella á heimsvísu séu alls 529.093 og hafa flest smit kórónuveirunnar greinst í Bandaríkjunum eða 83.507. Bandaríkin hafa því tekið fram úr Kína og Ítalíu, löndunum þar sem veiran hefur hingað til ollið mestum skaða í. Frá því að veiran greindist fyrst í lok síðasta árs í Wuhan í Hubei héraði í Kína hafa alls 81.782 tilfelli greinst í Kína samkvæmt tölum John Hopkins skólans. Tilfellin á Ítalíu eru talin vera 80.589 talsins. Yfir 23 þúsund manns hafa látist af völdum veirunnar og flestir þeirra á Ítalíu eða 8.215. Næst flest dauðsföll hafa orðið á Spáni þar sem að 4.154 hafa látist. Fjöldi þeirra sem hafa jafnað sig af veirunni og teljast heilbrigðir í dag er þó ívið hærri en yfir 122.000 manns hafa jafnað sig þar af 61.201 í Hubei héraði þar sem veiran greindist fyrst. Yfir tíu þúsund manns hafa jafnað sig af veirunni á Ítalíu og í Íran sem einnig varð illa úti í byrjun útbreiðslu veirunnar. Hér á Íslandi hafa 802 greinst með veiruna og eru það fleiri en í Indlandi, Filippseyjum og Mexíkó svo dæmi séu tekin. Tvö hafa látist hér á landi vegna veirusmits. Fjöldi smita hefur aukist dag frá degi undanfarið en á fundi alþjóðaheilbrigðismálastofunarinnar (WHO) ítrekaði yfirmaður WHO, Tedros Adhanom Ghebreyesus hve hratt smituðum hafi fjölgað. „Það tók 67 daga að staðfesta fyrstu hundrað þúsund smitin. Ellefu daga að staðfesta næstu hundrað þúsund smit. Þriðju hundruð þúsundin tóku einungis fjóra daga og þau fjórðu tvo,“ sagði forstjórinn. Sjá einnig: Segir milljónir geta dáið verði ekki gripið til aðgerða Kallaði Ghebreyesus eftir því að heimsbyggðin myndi „berjast eins og fjandinn sjálfur,“ gegn útbreiðslu veirunnar, yrði það ekki gert gæti milljónir manna látið lífið. Bandaríkin Kína Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Tilfelli kórónuveirunnar á heimsvísu eru nú orðin fleiri en hálf milljón samkvæmt tölum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore í Maryland-ríki Bandaríkjanna. Þar segir nú að fjöldi tilfella á heimsvísu séu alls 529.093 og hafa flest smit kórónuveirunnar greinst í Bandaríkjunum eða 83.507. Bandaríkin hafa því tekið fram úr Kína og Ítalíu, löndunum þar sem veiran hefur hingað til ollið mestum skaða í. Frá því að veiran greindist fyrst í lok síðasta árs í Wuhan í Hubei héraði í Kína hafa alls 81.782 tilfelli greinst í Kína samkvæmt tölum John Hopkins skólans. Tilfellin á Ítalíu eru talin vera 80.589 talsins. Yfir 23 þúsund manns hafa látist af völdum veirunnar og flestir þeirra á Ítalíu eða 8.215. Næst flest dauðsföll hafa orðið á Spáni þar sem að 4.154 hafa látist. Fjöldi þeirra sem hafa jafnað sig af veirunni og teljast heilbrigðir í dag er þó ívið hærri en yfir 122.000 manns hafa jafnað sig þar af 61.201 í Hubei héraði þar sem veiran greindist fyrst. Yfir tíu þúsund manns hafa jafnað sig af veirunni á Ítalíu og í Íran sem einnig varð illa úti í byrjun útbreiðslu veirunnar. Hér á Íslandi hafa 802 greinst með veiruna og eru það fleiri en í Indlandi, Filippseyjum og Mexíkó svo dæmi séu tekin. Tvö hafa látist hér á landi vegna veirusmits. Fjöldi smita hefur aukist dag frá degi undanfarið en á fundi alþjóðaheilbrigðismálastofunarinnar (WHO) ítrekaði yfirmaður WHO, Tedros Adhanom Ghebreyesus hve hratt smituðum hafi fjölgað. „Það tók 67 daga að staðfesta fyrstu hundrað þúsund smitin. Ellefu daga að staðfesta næstu hundrað þúsund smit. Þriðju hundruð þúsundin tóku einungis fjóra daga og þau fjórðu tvo,“ sagði forstjórinn. Sjá einnig: Segir milljónir geta dáið verði ekki gripið til aðgerða Kallaði Ghebreyesus eftir því að heimsbyggðin myndi „berjast eins og fjandinn sjálfur,“ gegn útbreiðslu veirunnar, yrði það ekki gert gæti milljónir manna látið lífið.
Bandaríkin Kína Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira