Veður

Hvasst og rigning vestantil en bjart fyrir norðan og austan

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er útlit fyrir haustlegt veður á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Það er útlit fyrir haustlegt veður á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir/Vilhelm

Yfir Færeyjum er nú sterk hæð sem heldur lægð fyrir vestan land. Af þeim sökum er hvassara og rigning um vestanvert landið en suðlægar áttir og bjartviðri fyrir norðan og austan, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðrið yfir Vesturlandinu gengur að mestu niður í dag eða í nótt þegar hæðin stækkar og teygir sig vestar.

Á fimmtudaginn er svo útlit fyrir hæga breytilega átt og bjart veður á mest öllu landinu.

Veðurhorfur á landinu:

Suðaustan 10-15 m/s og rigning um vestanvert landið, en sunnan 5-10 og bjartviðri norðan- og austanlands.

Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og bjart að mestu á morgun, en suðaustan 8-13 suðvestantil og lítilsháttar rigning fram eftir degi.

Hiti 4 til 10 stig að deginum.

Á fimmtudag:

Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og bjart að mestu, en suðaustan 8-13 suðvestanlands og lítilsháttar rigning fram eftir degi. Hiti 4 til 9 stig.

Á föstudag:

Hæg breytileg átt, bjartviðri og hiti 3 til 8 stig.

Á laugardag:

Fremur hæg breytileg átt og bjart að mestu sunnanlands, en skýjað og lítilsháttar slydda eða snjókoma norðan heiða. Fer að rigna vestantil seint um kvöldið. Kólnar í veðri.

Á sunnudag:

Austlæg eða norðaustlæg átt og rigning eða slydda, en snjókoma norðan- og norðaustanlands. Hiti um og yfir frostmarki.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.