Fótbolti

Kári ekki fótbrotinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári rennir sér fótskriðu í leiknum í gær.
Kári rennir sér fótskriðu í leiknum í gær. vísir/vilhelm

Kári Árnason er ekki fótbrotinn eins og óttast var. Þetta staðfesti Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, við Vísi.

Kári fór meiddur af velli undir lok leiks Íslands og Rúmeníu í gær. Óttast var að hann væri fótbrotinn en svo reyndist ekki vera. Íslendingar unnu leikinn með tveimur mörkum gegn einu.

Freyr sagði að lítið annað væri hægt að segja á þessari stundu en kvaðst bjartsýnn á að Kári yrði klár fyrir leikinn gegn Ungverjalandi um sæti á EM 12. nóvember næstkomandi.

Kári var meiddur í aðdraganda leiksins gegn Rúmeníu en lék 86 mínútur í gær og stóð fyrir sínu í miðri vörn Íslands.

Íslendingar mæta Dönum á sunnudaginn og Belgum á miðvikudaginn í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar.


Tengdar fréttir

Elsta íslenska landslið sögunnar í gær

Meðalaldur leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í sigrinum á Rúmeníu í gær er sá elsti frá upphafi en hann fór í fyrsta sinn yfir 31 ár.

Óttast að Kári sé brotinn

Miðvörðurinn Kári Árnason fer í myndatöku í dag þar sem kannað verður hvort hann sé fótbrotinn.

Aron fær að vera áfram

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður áfram í íslenska hópnum fram yfir leikinn við Danmörku í Þjóðadeildinni á sunnudaginn.

Jóhann Berg: Leikformið ekki upp á marga fiska

Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk.

Engar afsakanir hjá þjálfara Rúmena

Þrátt fyrir spurningar fjölmiðlamanna um dómgæslu og vallaraðstæður hafði Mirel Radoi, þjálfari Rúmeníu, engan áhuga á að nota annað en spilamennsku sinna manna sem ástæðu fyrir tapinu gegn Íslandi.

Aron Einar sáttur í leiks­lok: Gamla bandið komið saman aftur

Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember.

Átti mark Alfreðs að standa?

Eitt af þremur mörkum íslenska landsliðsins í fyrri hálfleik á móti Rúmeníu var ekki dæmt gilt þar sem Alfreð Finnbogason var sagður hafa verið rangstæður.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.