Fótbolti

Formaður KSÍ segir Valgeir læra af ummælum sínum um Kolbein

Sindri Sverrisson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum við Rúmeníu í gærkvöld.
Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum við Rúmeníu í gærkvöld. vísir/vilhelm

Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður hjá KSÍ, kveðst vona af öllu hjarta að Kolbeinn Sigþórsson muni spila sem lengst fyrir íslenska landsliðið.

Valgeir lét frá sér ummæli eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu í gær sem vöktu athygli. Þar setti hann spurningamerki við frammistöðu Kolbeins og velti því fyrir sér hvort að þessi markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins, ásamt Eiði Smára Guðjohnsen, hefði spilað sinn síðasta landsleik.

Guðni Bergsson formaður KSÍ vildi lítið tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann sagði Valgeir hafa beðist afsökunar á ummælum sínum og lært af málinu. Ekki yrðu frekari eftirmálar af því.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×