Fótbolti

Sjáðu mörkin tvö sem Gylfi skoraði í fyrri hálfleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar markinu sínu á sextándu mínútu.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar markinu sínu á sextándu mínútu. Vísir/Vilhelm

Gylfi Þór Sigurðsson kom íslenska landsliðinu í 2-0 með tveimur mörkum í fyrri hálfleik í leiknum mikilvæga á móti Rúmeníu í umspilinu fyrir Evrópumótið næsta sumar.

Í fyrra markinu fékk Gylfi boltann frá Jóhanni Berg Guðmundssyni við vítateigslínuna, fann sér pláss, lét vaða með vinstri fæti og boltinn söng í markinu. Markið kom á sextándu mínútu leiksins. Gylfi var þarna að skora 23. landsliðsmark í sínum 75. landsleik en hann var ekki hættur.

„Þeir héldu þeir væru með hann en þeir voru alls ekki með hann,“ sagði Guðmundur Benediktsson í lýsingunni á Stöð 2 Sport.

Þeir voru heldur ekki með hann á 34. mínútu þegar Gylfi tók boltann niður eftir sendingu frá Alfreð Finnbogasyni og lagði boltann laglega í fjærhornið.

Hér fyrir neðan má sjá þessi  frábæru og mikilvægu mörk frá Gylfa en hann hefur nú skorað 24 mörk fyrir íslenska landsliðið.

Klippa: Gylfi kemur Íslandi yfir á móti Rúmenum
Klippa: Annað mark Gylfa á móti Rúmeníu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×