Jóhann Berg: Leikformið ekki upp á marga fiska Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2020 21:37 Jóhann Berg með boltann á sínum baneitraða vinstri fæti. Alfreð Finnbogason fylgist vel með framvindunni. Vísir/Hulda Margrét Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. „Markmið okkar er að komast á EM og þetta var fyrsta skrefið í þeirri vegferð,“ sagði kantmaðurinn knái. Rúmenar væru með gott lið og leikurinn hefði vissulega verið erfiður. En íslenska liðið hefði spilað frábærlega. Dómarinn vissi ekkert hvað hann var að gera „Þeir voru ekki að skapa mikið,“ sagði Jói en Rúmenar áttu aðeins eitt skot sem hitti á markið. Það var mark þeirra úr umdeildri vítaspyrnu í síðari hálfleik. „Dómarinn vissi ekki alveg hvað hann var að gera. Það var frekar ódýrt, en hann dæmdi og þá var þetta auðvitað svolítið stress í lokin.“ Rúmenarnir hefðu hins vegar lítið skapað. Tólfan í stuði „Mér fannst við vera með þetta.“ Sextíu stuðningsmenn Tólfunnar trölluðu frá upphafi til enda og létu vel í sér heyra. Vegna kórónuveirufaraldursins voru ekki seldir miðar í almennri sölu á leikinn. „Sextíu er betra en ekki neitt. Þeir eru auðvitað frábærir. Takk fyrir stuðninginn. Frábært að hafa nokkra og það heyrðist vel í þeim.“ Það sást að Jóhann Berg er ekki kominn í fullt leikform eftir fjarveru undanfarnar vikur vegna meiðsla. Hann viðurkenndi það að fyrra bragði. Úrslitaleikur í Búdapest „Standið er allt í lagi en hefur auðvitað verið betra. Ég komst vel í gegnum þetta en var orðinn þreyttur í lokin,“ sagði kantmaðurinn sem fékk skiptingu seint í leiknum. Framundan er úrslitaleikur gegn Ungverjalandi í Búdapest 12. nóvember um laust sæti á EM. Sigur tryggir landsliðinu sæti á þriðja stórmótinu í röð. Einstakur árangur hjá 350 þúsund manna þjóð. Ungverjar lögðu Búlgaríu sannfærandi 3-1 á útivelli í kvöld í hinum undanúrslitaleiknum í umspilinu. „Mér líst vel á það. Þetta er auðvitað útileikur og verður erfitt að vinna þá. En ef við spilum eins og við gerðum núna þá komumst við á EM.“ Klippa: Viðtal við Jóhann Berg eftir sigurinn á Rúmeníu EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Strákarnir okkar stigu stórt skref í átt að sæti á EM í knattspyrnu næsta sumar með 2-1 sigri á Rúmenum í Laugardalnum í kvöld. 8. október 2020 20:39 Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15 Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35 Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. „Markmið okkar er að komast á EM og þetta var fyrsta skrefið í þeirri vegferð,“ sagði kantmaðurinn knái. Rúmenar væru með gott lið og leikurinn hefði vissulega verið erfiður. En íslenska liðið hefði spilað frábærlega. Dómarinn vissi ekkert hvað hann var að gera „Þeir voru ekki að skapa mikið,“ sagði Jói en Rúmenar áttu aðeins eitt skot sem hitti á markið. Það var mark þeirra úr umdeildri vítaspyrnu í síðari hálfleik. „Dómarinn vissi ekki alveg hvað hann var að gera. Það var frekar ódýrt, en hann dæmdi og þá var þetta auðvitað svolítið stress í lokin.“ Rúmenarnir hefðu hins vegar lítið skapað. Tólfan í stuði „Mér fannst við vera með þetta.“ Sextíu stuðningsmenn Tólfunnar trölluðu frá upphafi til enda og létu vel í sér heyra. Vegna kórónuveirufaraldursins voru ekki seldir miðar í almennri sölu á leikinn. „Sextíu er betra en ekki neitt. Þeir eru auðvitað frábærir. Takk fyrir stuðninginn. Frábært að hafa nokkra og það heyrðist vel í þeim.“ Það sást að Jóhann Berg er ekki kominn í fullt leikform eftir fjarveru undanfarnar vikur vegna meiðsla. Hann viðurkenndi það að fyrra bragði. Úrslitaleikur í Búdapest „Standið er allt í lagi en hefur auðvitað verið betra. Ég komst vel í gegnum þetta en var orðinn þreyttur í lokin,“ sagði kantmaðurinn sem fékk skiptingu seint í leiknum. Framundan er úrslitaleikur gegn Ungverjalandi í Búdapest 12. nóvember um laust sæti á EM. Sigur tryggir landsliðinu sæti á þriðja stórmótinu í röð. Einstakur árangur hjá 350 þúsund manna þjóð. Ungverjar lögðu Búlgaríu sannfærandi 3-1 á útivelli í kvöld í hinum undanúrslitaleiknum í umspilinu. „Mér líst vel á það. Þetta er auðvitað útileikur og verður erfitt að vinna þá. En ef við spilum eins og við gerðum núna þá komumst við á EM.“ Klippa: Viðtal við Jóhann Berg eftir sigurinn á Rúmeníu
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Strákarnir okkar stigu stórt skref í átt að sæti á EM í knattspyrnu næsta sumar með 2-1 sigri á Rúmenum í Laugardalnum í kvöld. 8. október 2020 20:39 Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15 Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35 Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Strákarnir okkar stigu stórt skref í átt að sæti á EM í knattspyrnu næsta sumar með 2-1 sigri á Rúmenum í Laugardalnum í kvöld. 8. október 2020 20:39
Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35