Fótbolti

Átti mark Alfreðs að standa?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason skorar markið sem var síðan dæmt af.
Alfreð Finnbogason skorar markið sem var síðan dæmt af. Vísir/Vilhelm

Eitt af þremur mörkum íslenska landsliðsins í fyrri hálfleik á móti Rúmeníu var ekki dæmt gilt þar sem Alfreð Finnbogason var sagður hafa verið rangstæður.

Íslenska landsliðið er 2-0 yfir í hálfleik á móti Rúmeníu í umspilsleiknum mikilvæga í baráttunni um sæti á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar.

Varsjáin var í fyrsta sinn notuð á knattspyrnuleik á Íslandi á Laugardalsvellinum í kvöld og auðvitað leið ekki langur tími þar til að Varsjádómararnir fengu eitthvað að gera.

Alfreð Finnbogason hélt að hann hefði komið Íslandi í 2-0 á 27. mínútu eftir að hafa fengið stungusendingu inn fyrir vörnina frá Gylfa Þór Sigurðssyni.

Alfreð var fljótur að átta sig og lyfti boltanum stórkostlega yfir markmanninn.

Flaggið fór strax á loft en markið var síðan skoðað lengi í Varsjánni. Á endanum var markið síðan dæmt af en það var mjög tæpt eins og sjá má hér fyrir neðan.

Sem betur fer leið ekki langur tími þar til að Gylfi Þór Sigurðsson kom íslenska landsliðinu í 2-0 með sínu öðru marki í leiknum.

Það er hægt að sjá mark Alfreðs hér fyrir neðan og dæmi nú hver fyrir sig. Átti mark Alfreðs að standa?

Klippa: Átti markið hans Alfreðs að standa?Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.