Fótbolti

Gylfi næstbesti leikmaður gærkvöldsins að mati UEFA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson var hetja íslenska liðsins í sigrinum á því rúmenska í gær.
Gylfi Þór Sigurðsson var hetja íslenska liðsins í sigrinum á því rúmenska í gær. vísir/vilhelm

Samkvæmt tölfræði UEFA, Evrópska knattspyrnusambandsins, var Gylfi Þór Sigurðsson næstbesti leikmaður gærkvöldsins í umspilinu um sæti á EM 2020.

Gylfi skoraði bæði mörk Íslands í sigrinum á Rúmeníu, 2-1, á Laugardalsvellinum í gær. Ísland mætir Ungverjalandi í Búdapest í hreinum úrslitaleik um sæti á EM 12. nóvember.

Eini leikmaðurinn sem toppaði Gylfa í gær samkvæmt tölfræði UEFA var Serbinn Sergej Milinkovic-Savic. Hann skoraði bæði mörk Serbíu í 1-2 sigri á Noregi sem Lars Lagerbäck stýrir.

Í 3. sæti á listanum yfir bestu frammistöðu gærkvöldsins var Rade Krunic. Hann skoraði mark Bosníu í 1-1 jafntefli við Norður-Írland. Norður-Írar unnu svo í vítaspyrnukeppni, 3-4.

Annar leikmaður sem tók þátt í leiknum á Laugardalsvelli í gær er í 4. sæti listans, Rúmeninn Andrei Burca. Hann fiskaði vítaspyrnuna sem Alexandru Maxim skoraði mark rúmenska liðsins úr.

Í 5. sæti listans er svo verðandi andstæðingur Íslendinga í úrslitaleik umspilsins; Ungverjinn Zsolt Kalmár. Hann skoraði annað mark Ungverja í 1-3 sigri á Búlgörum í Sofíu í gær.


Tengdar fréttir

Óttast að Kári sé brotinn

Miðvörðurinn Kári Árnason fer í myndatöku í dag þar sem kannað verður hvort hann sé fótbrotinn.

Aron fær að vera áfram

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður áfram í íslenska hópnum fram yfir leikinn við Danmörku í Þjóðadeildinni á sunnudaginn.

Jóhann Berg: Leikformið ekki upp á marga fiska

Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk.

Engar afsakanir hjá þjálfara Rúmena

Þrátt fyrir spurningar fjölmiðlamanna um dómgæslu og vallaraðstæður hafði Mirel Radoi, þjálfari Rúmeníu, engan áhuga á að nota annað en spilamennsku sinna manna sem ástæðu fyrir tapinu gegn Íslandi.

Aron Einar sáttur í leiks­lok: Gamla bandið komið saman aftur

Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember.

Átti mark Alfreðs að standa?

Eitt af þremur mörkum íslenska landsliðsins í fyrri hálfleik á móti Rúmeníu var ekki dæmt gilt þar sem Alfreð Finnbogason var sagður hafa verið rangstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×