Enski boltinn

Aldrei fleiri smit greinst í ensku úrvalsdeildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
David Moyes stýrir West Ham heiman frá sér þessa dagana eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.
David Moyes stýrir West Ham heiman frá sér þessa dagana eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Arfa Griffiths/Getty Images

Samkvæmt nýjustu tölum ensku úrvalsdeildarinnar þá greindust tíu – leikmenn eða starfslið – með kórónuveiruna. Þríeykið hjá West Ham United er hluti af þessum tíu smitum.

Fyrr í vikunni var greint frá því að David Moyes - þjálfari Hamranna - væri með kórónuveiruna. Sömu sögu er að segja af tveimur leikmönnum liðsins, þeim Issa Diop og Josh Cullen.

Sky Sports greindi frá en undanfarnar vikur hafa aðeins greinst þrjú til fjögur smit á viku. Eftir síðustu skimun leikmanna og starfsliða deildarinnar kom í ljós að tíu aðilar eru smitaðir. Aldrei hafa jafn margir greinst á einni viku.

„Enska úrvalsdeildin getur staðfest að frá mánudeginum 21. september til sunnudagsins 27. september voru 1595 aðilar, leikmenn sem og starfslið, skimuð fyrir Covid-19. Af þeim voru tíu sem greindust með smit,“ segir í yfirlýsingu frá deildinni.

Bæði leikmenn sem og starfslið sem greinst hefur með Covid-19 mun fara í tíu daga einangrun segir einnig í yfirlýsingu deildarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.