Halda aftur flotaæfingar í Suður-Kínahafi og víðar Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2020 16:41 Subirif er manngert rif við Spratlyeyjar þar sem búið er að koma fyrir vopnum, flugvelli og öðru. AP/Francis Malasig Yfirvöld Kína halda nú fimm mismunandi flotaæfingar á hafsvæðum í Austur-Asíu. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem herinn heldur svo umfangsmiklar æfingar og á sama tíma er spenna að aukast mikið á svæðinu. Tvær æfingar fara fram í Suður-Kínahafi, þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins og byggt upp flotastöðvar og flugvelli. Ein fer fram í Austur-Kínahafi og enn ein norður í Bohaíhafi. Þar að auki fer fram æfing í Gulahafi. Kínverjar halda æfingar sem þessar reglulega en mjög sjaldgæft er að þær séu haldnar á sama tíma. Í síðasta mánuði voru fjórar æfingar haldnar á sama tíma og þar að auki hafa Kínverjar reglulega flogið herþotum inn í loftvarnasvæði Taívan. Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir þær æfingar. Hernaðarsérfræðingar í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að nútímavæðing herafla Kína hafi aukið sjálfsöryggi ráðamanna í Peking verulega. Svo mikið að þeir telji sig geta tekið Taívan með valdi, eins og forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa hótað að gera. Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði. Taívan hefur þó verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Sjá einnig: Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Varðandi Suður-Kínahaf, þá hefur Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sakað ráðmenn í Kína um að fara á bak orða sinna varðandi hervæðingu eyja í Suður-Kínahafi. Talsmaður ráðuneytisins vísaði í orð Xi Jinping, forseta Kína, frá því hann heimsótti Hvíta húsið árið 2015. Þá sagði hann að ekki stæði til að hervæða Spratlyeyjar og að stöðvar Kína í Suður-Kínahafi myndu engin áhrif hafa á önnur ríki. Kínverjar hafa þó komið fyrir eldflaugum, flotastöðvum og flugvöllum á eyjunum. Mörg ríki gera tilkall til Spratlyeyja. Filippseyjar eru þeirra á meðal en Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, ræddi eyjurnar og Suður-Kínahaf í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Gagnrýndi hann yfirvöld í Kína vegna málsins. Vísaði hann til úrskurðar Alþjóðagerðardómsins í Haag frá 2016. Þar sem tilkall Kína var dæmt ólöglegt. Niðurstaðan er bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja henni eftir. Kínverjar hafa hafnað þeim úrskurði. Kína Taívan Bandaríkin Filippseyjar Tengdar fréttir Halda fleiri heræfingar á Taívansundi Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. 18. september 2020 11:42 Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20 Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Yfirvöld Kína halda nú fimm mismunandi flotaæfingar á hafsvæðum í Austur-Asíu. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem herinn heldur svo umfangsmiklar æfingar og á sama tíma er spenna að aukast mikið á svæðinu. Tvær æfingar fara fram í Suður-Kínahafi, þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins og byggt upp flotastöðvar og flugvelli. Ein fer fram í Austur-Kínahafi og enn ein norður í Bohaíhafi. Þar að auki fer fram æfing í Gulahafi. Kínverjar halda æfingar sem þessar reglulega en mjög sjaldgæft er að þær séu haldnar á sama tíma. Í síðasta mánuði voru fjórar æfingar haldnar á sama tíma og þar að auki hafa Kínverjar reglulega flogið herþotum inn í loftvarnasvæði Taívan. Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir þær æfingar. Hernaðarsérfræðingar í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að nútímavæðing herafla Kína hafi aukið sjálfsöryggi ráðamanna í Peking verulega. Svo mikið að þeir telji sig geta tekið Taívan með valdi, eins og forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa hótað að gera. Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði. Taívan hefur þó verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Sjá einnig: Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Varðandi Suður-Kínahaf, þá hefur Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sakað ráðmenn í Kína um að fara á bak orða sinna varðandi hervæðingu eyja í Suður-Kínahafi. Talsmaður ráðuneytisins vísaði í orð Xi Jinping, forseta Kína, frá því hann heimsótti Hvíta húsið árið 2015. Þá sagði hann að ekki stæði til að hervæða Spratlyeyjar og að stöðvar Kína í Suður-Kínahafi myndu engin áhrif hafa á önnur ríki. Kínverjar hafa þó komið fyrir eldflaugum, flotastöðvum og flugvöllum á eyjunum. Mörg ríki gera tilkall til Spratlyeyja. Filippseyjar eru þeirra á meðal en Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, ræddi eyjurnar og Suður-Kínahaf í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Gagnrýndi hann yfirvöld í Kína vegna málsins. Vísaði hann til úrskurðar Alþjóðagerðardómsins í Haag frá 2016. Þar sem tilkall Kína var dæmt ólöglegt. Niðurstaðan er bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja henni eftir. Kínverjar hafa hafnað þeim úrskurði.
Kína Taívan Bandaríkin Filippseyjar Tengdar fréttir Halda fleiri heræfingar á Taívansundi Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. 18. september 2020 11:42 Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20 Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Halda fleiri heræfingar á Taívansundi Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. 18. september 2020 11:42
Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20
Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15
Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42
Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23
Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20