Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2020 14:00 Tsai Ing-wen, forseti Taívan. AP/Forsetaembætti Taívan Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. Hún segir það í það minnsta hafa sannfært íbúa Taívan um raunverulegt eðli ríkisstjórnar Kína. Bæði á föstudaginn og laugardaginn var herþotum flogið yfir Taívansund og inn í lofthelgi eyríkisins. Á sama tíma standa heræfingar herafla Kína yfir við sundið. Háttsettur embættismaður frá Bandaríkjunum heimsótti Taívan fyrir helgi og hafa yfirvöld í Peking brugðist reið við þeirri heimsókn og öðrum ummerkjum um aukin opinber samskipti Bandaríkjanna og Taívan. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði á föstudaginn að „þeir sem leika sér að eldi munu brenna sig.“ Þar að auki birti flugher Kína myndband í gær sem sýndi sprengjuflugvél, sem getur borið kjarnorkuvopn, flogið að herstöð. Virtist sem að verið væri að æfa árás á herstöð Bandaríkjanna í Gvam. Tsai ræddi við blaðamenn í morgun og fordæmdi hún heræfingar Kína. Hún sagði þær skaða ímynd Kína út á við og væru til þess fengnar að yfirvöld í Taívan grípi til aukinna varna gegn Kína. „Þar að auki hafa önnur ríki á svæðinu öðlast betri skilning á þeirri ógn sem stafar af Kína,“ sagði hún. „Kínversku kommúnistarnir þurfa að halda aftur af sér, ekki ögra.“ Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði og hafa jafnvel hótað að ná þar tökum með valdi. Taívan hefur verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Ríkismiðlar í Kína birtu í morgun ummæli Wang Yang, sem er fjórði æðsti embættismaður Kommúnistaflokks Kína samkvæmt Reuters. Hann ítrekaði að Taívan yrði aldrei sjálfstætt og að eyríkið ætti ekki að reiða sig á útlendinga. Wang sagði einni að Kommúnistaflokkurinn myndi aldrei sætta sig við ógnir gagnvart fullveldi og öryggi Kína. Taívan Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20 Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15 Spennan stigmagnast í Taívansundi Undanfarnar þrjár vikur hafa yfirvöld í Kína tilkynnt fjórar nýjar heræfingar við strendur landsins. Æfingarnar, og aðrar, eru sagðar vera til komnar vegna „öryggisástandsins hinum megin við Taívansund“. 26. ágúst 2020 14:05 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. Hún segir það í það minnsta hafa sannfært íbúa Taívan um raunverulegt eðli ríkisstjórnar Kína. Bæði á föstudaginn og laugardaginn var herþotum flogið yfir Taívansund og inn í lofthelgi eyríkisins. Á sama tíma standa heræfingar herafla Kína yfir við sundið. Háttsettur embættismaður frá Bandaríkjunum heimsótti Taívan fyrir helgi og hafa yfirvöld í Peking brugðist reið við þeirri heimsókn og öðrum ummerkjum um aukin opinber samskipti Bandaríkjanna og Taívan. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði á föstudaginn að „þeir sem leika sér að eldi munu brenna sig.“ Þar að auki birti flugher Kína myndband í gær sem sýndi sprengjuflugvél, sem getur borið kjarnorkuvopn, flogið að herstöð. Virtist sem að verið væri að æfa árás á herstöð Bandaríkjanna í Gvam. Tsai ræddi við blaðamenn í morgun og fordæmdi hún heræfingar Kína. Hún sagði þær skaða ímynd Kína út á við og væru til þess fengnar að yfirvöld í Taívan grípi til aukinna varna gegn Kína. „Þar að auki hafa önnur ríki á svæðinu öðlast betri skilning á þeirri ógn sem stafar af Kína,“ sagði hún. „Kínversku kommúnistarnir þurfa að halda aftur af sér, ekki ögra.“ Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði og hafa jafnvel hótað að ná þar tökum með valdi. Taívan hefur verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Ríkismiðlar í Kína birtu í morgun ummæli Wang Yang, sem er fjórði æðsti embættismaður Kommúnistaflokks Kína samkvæmt Reuters. Hann ítrekaði að Taívan yrði aldrei sjálfstætt og að eyríkið ætti ekki að reiða sig á útlendinga. Wang sagði einni að Kommúnistaflokkurinn myndi aldrei sætta sig við ógnir gagnvart fullveldi og öryggi Kína.
Taívan Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20 Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15 Spennan stigmagnast í Taívansundi Undanfarnar þrjár vikur hafa yfirvöld í Kína tilkynnt fjórar nýjar heræfingar við strendur landsins. Æfingarnar, og aðrar, eru sagðar vera til komnar vegna „öryggisástandsins hinum megin við Taívansund“. 26. ágúst 2020 14:05 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20
Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15
Spennan stigmagnast í Taívansundi Undanfarnar þrjár vikur hafa yfirvöld í Kína tilkynnt fjórar nýjar heræfingar við strendur landsins. Æfingarnar, og aðrar, eru sagðar vera til komnar vegna „öryggisástandsins hinum megin við Taívansund“. 26. ágúst 2020 14:05
Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42