Erlent

Átta bólu­efni við Co­vid-19 á loka­stigi prófana

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Soumya Swaminathan, yfirmaður vísindamála hjá WHO segir hugsanlegt að bóluefni við Covid-19 verði tilbúið um mitt næsta ár.
Soumya Swaminathan, yfirmaður vísindamála hjá WHO segir hugsanlegt að bóluefni við Covid-19 verði tilbúið um mitt næsta ár. Twitter/WHO - Getty/Jane Barlow

Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. Yfirmaður vísindamála hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, segir hugsanlegt að bóluefni verði orðið aðgengilegt um mitt næsta ár.

Soumya Swaminathan, yfirmaður vísindamála hjá WHO, segir í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum WHO í dag að fýsilegast væri að bóluefnið myndi mótefni gegn kórónuveirunni hjá um 70 prósentum bólusettra. Aldrei megi minna en 50% bólusettra mynda mótefni við veirunni.

Swaminathan fór yfir stöðu mála hvað varðar bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í myndbandinu sem birt var í dag. Hún sagði að ákjósanlegt væri að bóluefnið verði gefið í einni sprautu og myndi ónæmi sem myndi vara um nokkurra ára skeið. Þá væri mikilvægt að bóluefnið geymist auðveldlega.

Hún segir í myndbandinu að ánægjulegt sé að svo mörg efni séu á lokastigi prófana og að mun fleiri séu að vinna að þróun bóluefnis.


Tengdar fréttir

Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma

Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna.

Kína segist hafa fengið grænt ljós fyrir bóluefni í sumar

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf kínverskum stjórnvöldum grænt ljós á að byrja að nota frumgerð af bóluefni við nýju afbrigði kórónuveirunnar þrátt fyrir að tilraunum með það væri enn ekki lokið í sumar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×