Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin sem færðu Val nær titlinum, draumamark Alex og öll hin úr Pepsi Max-deild karla í gær

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir Már Sævarsson skoraði tvö mörk í toppslagnum í Kaplakrika í gær.
Birkir Már Sævarsson skoraði tvö mörk í toppslagnum í Kaplakrika í gær. vísir/vilhelm

Heil umferð fór fram í Pepsi Max-deild karla í gær. Alls voru nítján mörk skoruð í leikjunum sex.

Valur steig stórt skref í átta að Íslandsmeistaratitlinum með 1-4 sigri á FH í Kaplakrika. Valsmenn eru með ellefu stig forskot á toppi deildarinnar. Birkir Már Sævarsson skoraði tvö mörk fyrir Val og hefur skorað þrjú mörk í síðustu þremur leikjum.

Breiðablik vann Stjörnuna, 2-1, í grannaslag á Kópavogsvelli og komst þar með upp í 3. sæti deildarinnar. Alex Þór Hauksson kom Stjörnumönnum yfir með glæsilegu marki en mörk frá Viktori Karli Einarssyni og Thomas Mikkelsen (víti) tryggðu Blikum stigin þrjú.

Þrátt fyrir að vera manni fleiri í 52 mínútur tókst KR ekki að vinna nýliða Gróttu á heimavelli. Lokatölur 1-1. Sömu úrslit urðu í leik KA og HK sem fór fram í snjókomu á Akureyri.

Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö mörk þegar ÍA lagði Fjölni að velli, 1-3, í Grafarvoginum. Þetta var annar sigur Skagamanna í röð en Fjölnismenn eiga enn eftir að vinna leik í sumar.

Þá sigraði Fylkir Víking, 2-1, og komst þar með upp í 4. sæti deildarinnar. Víkingar hafa ekki unnið leik í tvo mánuði.

Mörkin nítján úr leikjum gærdagsins má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: FH 1-4 Valur
Klippa: Breiðablik 2-1 Stjarnan
Klippa: KR 1-1 Grótta
Klippa: KA 1-1 HK
Klippa: Fjölnir 1-3 ÍA
Klippa: Fylkir 2-1 Víkingur

Tengdar fréttir

Gústi Gylfa: Við gefumst aldrei upp

Ágúst Gylfason var eðlilega ánægður með frammistöðu leikmanna sinna er Grótta gerði 1-1 jafntefli við Íslandsmeistara KR á útivelli. Grótta var manni færri frá 38. mínútu en komst samt sem áður yfir í Frostaskjóli.

ÍA sektað vegna ummæla Arnars Más

Knattspyrnudeild ÍA hefur verið sektað um 50 þúsund krónur eftir ummæli Arnars Más Guðjónssonar, leikmanns liðsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.