Íslenski boltinn

Eiður Smári: Nóg af sérfræðingum á þessu landi og ætla ég að láta þá dæma um það

Andri Már Eggertsson skrifar
Eiður Smári á hliðarlínunni í dag.
Eiður Smári á hliðarlínunni í dag. vísir/vilhelm

Valur vann stórleik umferðarinnar á móti FH, Valur átti frábæran leik sem endaði með 4-1 sigri gestana.

Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, var svekktur í leikslok.

„Það er súrt að tapa á heimavelli sérstaklega í svona toppbaráttu slag en ég ætla ekki að byrja á því í dag og ætla ég aldrei að gera það að tala um vafa atriði. Það er nóg af sérfræðingum á þessu landi og ætla ég að láta þá dæma um það,” sagði Eiður um fyrsta mark Vals og mögulega vítaspyrnu sem FH átti að fá í upphafi leiks.

Eiður var þokkalega kátur með fyrri hálfleik liðsins þótt þeir hafi fengið á sig tvö mörk en hann var svekktur með að fá á sig mark strax í upphafi seinni hálfleiks og er Eiður á því að FH er ekki komið einsog langt og Valur einsog staðan er í dag.

„Við vissum að væri mikið undir í þessum leik og það er erfitt að lenda undir hvað þá tveimur mörkum en við sýndum styrk að setja á þá mark þó það sé margt sem við hefðum getað gert betur, einsog ég sagði áðan þá er munur á hvar liðin eru stödd í þessu ferli þar sem Valur eru lengra komnir sem liðsheild,” sagði Eiður Smári og bætti við að liðið vissi að það væri í 2. sæti fyrir leik og yrði í 2. sæti eftir leikinn líka.

Eiður vildi ekki tala um leik andstæðingsins honum fannst FH ekki ná að spila á sínum besta hraða þó það voru ágætir kaflar í fyrri hálfleik en þetta var ekki besti leikur FH.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.