Óskar Hrafn: Verður að passa að halda einhverju jafnvægi í þessu brjálæði sem þetta er Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2020 22:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson ásamt aðstoðarmönnum sínum, Gunnleifi Gunnleifssyni og Halldóri Árnasyni. vísir/vilhelm Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sína menn eftir sigurinn á Stjörnunni, 2-1, á Kópavogsvelli í kvöld. „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það er ánægjulegt að núna spiluðum við vel langstærstan hluta leiksins og fylgdum því eftir með því að taka þrjú stig,“ sagði Óskar í samtali við Vísi eftir leik. Stjarnan komst yfir á 28. mínútu, þvert gegn gangi leiksins. Það virtist ekki fá mikið á leikmenn Breiðabliks sem gáfu bara enn frekar í þegar þeir lentu undir. „Leikmennirnir sýndu mikið þolgæði. Við fundum það í byrjun að við vorum með ágætis tak á Stjörnumönnunum og náðum að þrýsta þeim aftarlega. En það er erfitt að brjóta Stjörnuna á bak aftur. Þeir eru feykilega öflugir og vel skipulagðir,“ sagði Óskar. „Það var alveg ljóst að þetta myndi taka tíma en við vorum þolinmóðir sem er eitthvað sem hefur vantað upp á í síðustu leikjum. Mér fannst þetta vera frábær frammistaða hjá mínu liði.“ En hvað var Óskar ánægðastur með í leik Breiðabliks í kvöld? „Þolinmæðina sem við sýndum. Við héldum planinu sem við lögðum upp með í byrjun. Ég var ánægður með hvernig við unnum boltann fljótt aftur eftir að við töpuðum honum sem segir okkur að liðið var vel skipulagt. Margar sóknir okkar voru feykilega góðar. Svo sýndum við þroska með því að sigla þessu heim. Það var ljóst að á meðan munurinn var bara eitt mark var Stjarnan aldrei að fara að leggjast undir sæng og hætta,“ sagði Óskar. „Við vissum að þeir myndu koma á einhverjum tímapunkti og við stóðumst það áhlaup vel. Ég er bara sáttur en auðvitað er það þannig, eins og ég sagði fyrir leik, að maður verður að passa sig að halda einhverju jafnvægi í þessu brjálæði sem þetta er. Ekki verða ofsakátur þegar þú vinnur og falla í svartnætti þegar þú tapar. Við höfum reynt að gera það.“ Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Spilað á eitt mark í Kópavogi Breiðablik hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir KR í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla og vann sanngjarnan sigur á Stjörnunni, 2-1, á heimavelli. 24. september 2020 21:32 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sína menn eftir sigurinn á Stjörnunni, 2-1, á Kópavogsvelli í kvöld. „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það er ánægjulegt að núna spiluðum við vel langstærstan hluta leiksins og fylgdum því eftir með því að taka þrjú stig,“ sagði Óskar í samtali við Vísi eftir leik. Stjarnan komst yfir á 28. mínútu, þvert gegn gangi leiksins. Það virtist ekki fá mikið á leikmenn Breiðabliks sem gáfu bara enn frekar í þegar þeir lentu undir. „Leikmennirnir sýndu mikið þolgæði. Við fundum það í byrjun að við vorum með ágætis tak á Stjörnumönnunum og náðum að þrýsta þeim aftarlega. En það er erfitt að brjóta Stjörnuna á bak aftur. Þeir eru feykilega öflugir og vel skipulagðir,“ sagði Óskar. „Það var alveg ljóst að þetta myndi taka tíma en við vorum þolinmóðir sem er eitthvað sem hefur vantað upp á í síðustu leikjum. Mér fannst þetta vera frábær frammistaða hjá mínu liði.“ En hvað var Óskar ánægðastur með í leik Breiðabliks í kvöld? „Þolinmæðina sem við sýndum. Við héldum planinu sem við lögðum upp með í byrjun. Ég var ánægður með hvernig við unnum boltann fljótt aftur eftir að við töpuðum honum sem segir okkur að liðið var vel skipulagt. Margar sóknir okkar voru feykilega góðar. Svo sýndum við þroska með því að sigla þessu heim. Það var ljóst að á meðan munurinn var bara eitt mark var Stjarnan aldrei að fara að leggjast undir sæng og hætta,“ sagði Óskar. „Við vissum að þeir myndu koma á einhverjum tímapunkti og við stóðumst það áhlaup vel. Ég er bara sáttur en auðvitað er það þannig, eins og ég sagði fyrir leik, að maður verður að passa sig að halda einhverju jafnvægi í þessu brjálæði sem þetta er. Ekki verða ofsakátur þegar þú vinnur og falla í svartnætti þegar þú tapar. Við höfum reynt að gera það.“
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Spilað á eitt mark í Kópavogi Breiðablik hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir KR í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla og vann sanngjarnan sigur á Stjörnunni, 2-1, á heimavelli. 24. september 2020 21:32 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Spilað á eitt mark í Kópavogi Breiðablik hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir KR í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla og vann sanngjarnan sigur á Stjörnunni, 2-1, á heimavelli. 24. september 2020 21:32