Gústi Gylfa: Við gefumst aldrei upp Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2020 20:21 Ágúst Gylfason mátti vera stoltur af frammistöðu leikmanna sinna í dag. Vísir/Vilhelm Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, var eðlilega ánægður með frammistöðu leikmanna sinna er Grótta gerði 1-1 jafntefli við Íslandsmeistara KR á útivelli. Grótta var manni færri frá 38. mínútu er fyrirliði þeirra, Sigurvin Reynisson, fékk umdeilt rautt spjald. Grótta komst samt sem áður yfir í Frostaskjóli. Liðið náði ekki að halda út og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. „Frammistaðan var góð og þetta var hetjuleg barátta hjá okkur. Að spila einum færri gegn KR á útivelli er erfitt en það er möguleiki eins og við sýndum. Það var hetjuleg barátta í liðinu okkar, náðum að skora eitt mark og 1-1 er nokkuð ásættanleg frammistaða að mínu mati,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, að leik loknum. „Ætli þeim hafi ekki verið kalt, þeir voru lengi að dæma. Fljúgandi tveggja fóta tækling á minn mann og rautt spjald. Ég sá það allavega ekki, fannst þeir báðir fara í boltann og báðir voru að tækla,“ sagði Ágúst um rauða spjaldið sem fyrirliði Gróttu fékk í fyrri hálfleik. „Hann dæmir þetta á endanum sem mark. Eftir það hófst hetjuleg barátta okkar að verja mark okkar en náðum ekki að verja það þegar KR-ingar skoruðu úr vel útfærðri sókn. En eins og ég segi, ásættanleg úrslit fyrir okkur miðað við stöðuna í deildinni og allt,“ sagði Ágúst um mark Gróttu þar sem aðstoðardómarinn virtist ætla að dæma það af. „Það gengur mjög vel. Það er ótrúlegur metnaður í þessum leikmönnum, þeir gefa sig alla í verkefnið. Auðvitað er skemmtilegra og einfaldara að vinna fótboltaleiki en það er ekki að ganga upp hjá okkur þessa dagana. Erum ekki að fá mikið af stigum eins og taflan sýnir en við erum mjög brattir, brosmildir, auðmjúkir og ánægðir að vera hér. Það er enn þá möguleiki fyrir okkur, við erum ekkert að gefast upp, við gefumst aldrei upp. Við spilum við KR í lokaleik og vonandi verður það úrslitaleikur fyrir okkur, það yrði frábært,“ sagði Ágúst að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Grótta Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, var eðlilega ánægður með frammistöðu leikmanna sinna er Grótta gerði 1-1 jafntefli við Íslandsmeistara KR á útivelli. Grótta var manni færri frá 38. mínútu er fyrirliði þeirra, Sigurvin Reynisson, fékk umdeilt rautt spjald. Grótta komst samt sem áður yfir í Frostaskjóli. Liðið náði ekki að halda út og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. „Frammistaðan var góð og þetta var hetjuleg barátta hjá okkur. Að spila einum færri gegn KR á útivelli er erfitt en það er möguleiki eins og við sýndum. Það var hetjuleg barátta í liðinu okkar, náðum að skora eitt mark og 1-1 er nokkuð ásættanleg frammistaða að mínu mati,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, að leik loknum. „Ætli þeim hafi ekki verið kalt, þeir voru lengi að dæma. Fljúgandi tveggja fóta tækling á minn mann og rautt spjald. Ég sá það allavega ekki, fannst þeir báðir fara í boltann og báðir voru að tækla,“ sagði Ágúst um rauða spjaldið sem fyrirliði Gróttu fékk í fyrri hálfleik. „Hann dæmir þetta á endanum sem mark. Eftir það hófst hetjuleg barátta okkar að verja mark okkar en náðum ekki að verja það þegar KR-ingar skoruðu úr vel útfærðri sókn. En eins og ég segi, ásættanleg úrslit fyrir okkur miðað við stöðuna í deildinni og allt,“ sagði Ágúst um mark Gróttu þar sem aðstoðardómarinn virtist ætla að dæma það af. „Það gengur mjög vel. Það er ótrúlegur metnaður í þessum leikmönnum, þeir gefa sig alla í verkefnið. Auðvitað er skemmtilegra og einfaldara að vinna fótboltaleiki en það er ekki að ganga upp hjá okkur þessa dagana. Erum ekki að fá mikið af stigum eins og taflan sýnir en við erum mjög brattir, brosmildir, auðmjúkir og ánægðir að vera hér. Það er enn þá möguleiki fyrir okkur, við erum ekkert að gefast upp, við gefumst aldrei upp. Við spilum við KR í lokaleik og vonandi verður það úrslitaleikur fyrir okkur, það yrði frábært,“ sagði Ágúst að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Grótta Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn