Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2020 06:52 Donald Trump, forseta, er mikið í mun um að bóluefni verði aðgengileg fyrir forsetakosningarnar í nóvember. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. Þetta sagði Robert Redfield, yfirmaður CDC, á fundi þingnefndar í gær. Nánar tiltekið þá sagði Redfield að ef bóluefni verði tilbúið til notkunar í nóvember eða desember, yrði það í takmörkuðu upplagi. Þeir einu sem fengju það væru viðbragðsaðilar og þeir sem eru viðkvæmastir gagnvart nýju kórónuveirunni. Redfield sagðist telja að almenn notkun gæti mögulega hafist næsta sumar. Hann sagði einnig að grímur gætu mögulega hjálpað meira til en bóluefni við að draga úr útbreiðslu veirunnar og hvatti fólk til að nota þær. Á blaðamannafundi í gær sagðist Trump viss um að Redfield hefði ruglast og að hann hefði gert mistök. Hann gagnrýndi Redfield einnig fyrir ummæli hans um grímur og sagði þær alls ekki skilvirkari en bóluefni. Þá hét Trump því að bóluefni yrði tilbúið í næsta mánuði. Forsetinn hefur ítrekað haldið því fram að öruggt bóluefni myndi líta dagsins ljós fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Sérfræðingar segja það þó ekki líklegt. Eftir ummæli Trump, tísti Redfield og sagðist bera miklar vonir til bóluefna og að þau myndu gera líf Bandaríkjamanna eðlileg á nýjan leik. Hann ítrekaði þó að í dag væru grímur, handaþvottur og félagsforðun besta vörnin gegn Covid. The best defense we currently have against this virus are the important mitigation efforts of wearing a mask, washing your hands, social distancing and being careful about crowds. #COVID19— Dr. Robert R. Redfield (@CDCDirector) September 16, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Daglegt líf í Bandaríkjunum verði fyrst „eðlilegt“ um mitt næsta ár „Ef við erum að tala um að komast aftur í þann hversdagsleika sem var fyrir Covid, þá verður það ekki fyrr en það er eitthvað liðið á 2021.“ 12. september 2020 23:00 AstraZeneca hefur prófanir á bóluefninu á ný Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur fengið leyfi frá breskum heilbrigðisyfirvöldum til að halda áfram tilraunum sínum með bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum. 12. september 2020 14:40 Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04 Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. 9. september 2020 16:47 WHO býst ekki við bóluefni fyrr en á næsta ári 4. september 2020 15:04 Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. 2. september 2020 22:30 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. Þetta sagði Robert Redfield, yfirmaður CDC, á fundi þingnefndar í gær. Nánar tiltekið þá sagði Redfield að ef bóluefni verði tilbúið til notkunar í nóvember eða desember, yrði það í takmörkuðu upplagi. Þeir einu sem fengju það væru viðbragðsaðilar og þeir sem eru viðkvæmastir gagnvart nýju kórónuveirunni. Redfield sagðist telja að almenn notkun gæti mögulega hafist næsta sumar. Hann sagði einnig að grímur gætu mögulega hjálpað meira til en bóluefni við að draga úr útbreiðslu veirunnar og hvatti fólk til að nota þær. Á blaðamannafundi í gær sagðist Trump viss um að Redfield hefði ruglast og að hann hefði gert mistök. Hann gagnrýndi Redfield einnig fyrir ummæli hans um grímur og sagði þær alls ekki skilvirkari en bóluefni. Þá hét Trump því að bóluefni yrði tilbúið í næsta mánuði. Forsetinn hefur ítrekað haldið því fram að öruggt bóluefni myndi líta dagsins ljós fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Sérfræðingar segja það þó ekki líklegt. Eftir ummæli Trump, tísti Redfield og sagðist bera miklar vonir til bóluefna og að þau myndu gera líf Bandaríkjamanna eðlileg á nýjan leik. Hann ítrekaði þó að í dag væru grímur, handaþvottur og félagsforðun besta vörnin gegn Covid. The best defense we currently have against this virus are the important mitigation efforts of wearing a mask, washing your hands, social distancing and being careful about crowds. #COVID19— Dr. Robert R. Redfield (@CDCDirector) September 16, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Daglegt líf í Bandaríkjunum verði fyrst „eðlilegt“ um mitt næsta ár „Ef við erum að tala um að komast aftur í þann hversdagsleika sem var fyrir Covid, þá verður það ekki fyrr en það er eitthvað liðið á 2021.“ 12. september 2020 23:00 AstraZeneca hefur prófanir á bóluefninu á ný Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur fengið leyfi frá breskum heilbrigðisyfirvöldum til að halda áfram tilraunum sínum með bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum. 12. september 2020 14:40 Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04 Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. 9. september 2020 16:47 WHO býst ekki við bóluefni fyrr en á næsta ári 4. september 2020 15:04 Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. 2. september 2020 22:30 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira
Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14
Daglegt líf í Bandaríkjunum verði fyrst „eðlilegt“ um mitt næsta ár „Ef við erum að tala um að komast aftur í þann hversdagsleika sem var fyrir Covid, þá verður það ekki fyrr en það er eitthvað liðið á 2021.“ 12. september 2020 23:00
AstraZeneca hefur prófanir á bóluefninu á ný Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur fengið leyfi frá breskum heilbrigðisyfirvöldum til að halda áfram tilraunum sínum með bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum. 12. september 2020 14:40
Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04
Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. 9. september 2020 16:47
Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. 2. september 2020 22:30