Daglegt líf í Bandaríkjunum verði fyrst „eðlilegt“ um mitt næsta ár Sylvía Hall skrifar 12. september 2020 23:00 Anthony Fauci er einn fremsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Anthony Fauci, yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist ekki búast við því að daglegt líf í Bandaríkjunum verði líkt og það var fyrir kórónuveirufaraldurinn fyrr en um mitt næsta ár. Hann segir tölfræði varðandi stöðuna í Bandaríkjunum uggvænlega. Fauci sagði í samtali við MSNBC að hann væri vongóður um að bóluefni myndi líta dagsins ljós undir lok þessa árs eða í byrjun næsta. Þá væri þó aðeins hálfur sigur unninn, enda þyrfti að dreifa bóluefninu um heiminn og sjá til þess að stór hluti fólks yrði bólusett fyrir kórónuveirunni sem veldur Covid-19. „Ef við erum að tala um að komast aftur í þann hversdagsleika sem var fyrir Covid, þá verður það ekki fyrr en það er eitthvað liðið á 2021 eða undir lok ársins 2021,“ sagði Fauci. Bandaríkjamenn virðast enn eiga erfitt með að hefta útbreiðslu veirunnar og greinast nú að meðaltali um 40 þúsund ný tilfelli á dag og dauðsföll eru um eitt þúsund. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fyrr í vikunni að hann væri vongóður um að Bandaríkin væru farin að sjá fyrir endann á faraldrinum, en Fauci er ekki á sama máli. „Ég verð að vera ósammála því […] Ef þú horfir á tölfræðina, hún er uggvænleg.“ Mörg ríki hafa boðað tilslakanir á samkomutakmörkunum og tilkynnti Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, að veitingastaðir myndu opna aftur þann 30. september næstkomandi. Þeim væri heimilt að nýta 25 prósent sæta staðarins og stefnan væri sett á að leyfa 50 prósent nýtingu í nóvember. Fauci segist hafa áhyggjur af þessu í ljósi þess að sýkingarhætta sé mun meiri þegar fólk er komið saman í einu rými. „Ég hef áhyggjur af því þegar ég sé samkomur innandyra, og það verður meira freistandi þegar við förum inn í haustið og veturinn.“ Hvergi hafa fleiri greinst með kórónuveiruna en í Bandaríkjunum, eða um það bil 6,5 milljónir einstaklingar. Hátt í 200 þúsund hafa látist af völdum veirunnar þar í landi. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21 Dætur sóttvarnasérfræðings hafa orðið fyrir áreiti Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir að dætur hans hafi orðið fyrir áreitni gagnrýnenda hans. Hann segist hafa þurft að ráða sé öryggisverði til að gæta fjölskyldunnar eftir að honum bárust líflátshótanir. 6. ágúst 2020 19:21 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Anthony Fauci, yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist ekki búast við því að daglegt líf í Bandaríkjunum verði líkt og það var fyrir kórónuveirufaraldurinn fyrr en um mitt næsta ár. Hann segir tölfræði varðandi stöðuna í Bandaríkjunum uggvænlega. Fauci sagði í samtali við MSNBC að hann væri vongóður um að bóluefni myndi líta dagsins ljós undir lok þessa árs eða í byrjun næsta. Þá væri þó aðeins hálfur sigur unninn, enda þyrfti að dreifa bóluefninu um heiminn og sjá til þess að stór hluti fólks yrði bólusett fyrir kórónuveirunni sem veldur Covid-19. „Ef við erum að tala um að komast aftur í þann hversdagsleika sem var fyrir Covid, þá verður það ekki fyrr en það er eitthvað liðið á 2021 eða undir lok ársins 2021,“ sagði Fauci. Bandaríkjamenn virðast enn eiga erfitt með að hefta útbreiðslu veirunnar og greinast nú að meðaltali um 40 þúsund ný tilfelli á dag og dauðsföll eru um eitt þúsund. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fyrr í vikunni að hann væri vongóður um að Bandaríkin væru farin að sjá fyrir endann á faraldrinum, en Fauci er ekki á sama máli. „Ég verð að vera ósammála því […] Ef þú horfir á tölfræðina, hún er uggvænleg.“ Mörg ríki hafa boðað tilslakanir á samkomutakmörkunum og tilkynnti Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, að veitingastaðir myndu opna aftur þann 30. september næstkomandi. Þeim væri heimilt að nýta 25 prósent sæta staðarins og stefnan væri sett á að leyfa 50 prósent nýtingu í nóvember. Fauci segist hafa áhyggjur af þessu í ljósi þess að sýkingarhætta sé mun meiri þegar fólk er komið saman í einu rými. „Ég hef áhyggjur af því þegar ég sé samkomur innandyra, og það verður meira freistandi þegar við förum inn í haustið og veturinn.“ Hvergi hafa fleiri greinst með kórónuveiruna en í Bandaríkjunum, eða um það bil 6,5 milljónir einstaklingar. Hátt í 200 þúsund hafa látist af völdum veirunnar þar í landi.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21 Dætur sóttvarnasérfræðings hafa orðið fyrir áreiti Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir að dætur hans hafi orðið fyrir áreitni gagnrýnenda hans. Hann segist hafa þurft að ráða sé öryggisverði til að gæta fjölskyldunnar eftir að honum bárust líflátshótanir. 6. ágúst 2020 19:21 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51
Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21
Dætur sóttvarnasérfræðings hafa orðið fyrir áreiti Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir að dætur hans hafi orðið fyrir áreitni gagnrýnenda hans. Hann segist hafa þurft að ráða sé öryggisverði til að gæta fjölskyldunnar eftir að honum bárust líflátshótanir. 6. ágúst 2020 19:21