Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2020 10:04 Ráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforeta hafa gert ítrekaðar tilraunir til að breyta skýrslum um framgang kórónuveirufaraldursins þar í landi. Getty/Anna Moneymaker Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. Starfsmenn innan ráðuneytisins hafa lýst þessu sem tilraun til að skelfa höfunda skýrslnanna og draga úr samskiptum þeirra við heilbrigðisstarfsmenn. Í tölvupóstum sem Politico hefur undir höndum sem sendir voru af samskiptaráðgjöfum til Robert Redfield, yfirmanns sóttvarnastofnunarinnar, segir að skýrslurnar geri lítið úr „jákvæðum skilaboðum“ Donalds Trumps um framgang faraldursins. Starfsmenn sóttvarnastofnunarinnar hafa reynt að koma í veg fyrir mestu breytingarnar en hafa á síðustu vikum samþykkt oftar að heimila samskiptaráðgjöfunum að fara yfir, og í sumum tilfellum, að breyta orðalagi að sögn þriggja aðila sem þekkja málið vel. Tilraunir samskiptaráðgjafanna til að breyta orðalagi í skýrslunum hafa verið stöðugar í sumar og síðasta tilraun til þess var gerð í gær, föstudag. Skýrslur sóttvarnastofnunarinnar um útbreiðslu og dánartíðni vegna veirunnar eru aðal miðill stofnunarinnar til að upplýsa lækna, vísindamenn og almenning um útbreiðslu veirunnar og hverjir séu í mestum áhættuhópi. Samkvæmt frétt Poitico hafa slíkar skýrslur í gegn um tíðina verið birtar án nokkurra pólitískra afskipta. En síðan Michael Caputo, fyrrverandi meðlimur kosningastjórnar Trump sem er ómenntaður í læknavísindum, tók við sem upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins í apríl á þessu ári hafa tilraunir til að hafa áhrif á skýrslurnar svo þær stemmi við orðræðu forsetans, eða að koma í veg fyrir birtingu þeirra verið ítrekaðar. Caputo og starfsmenn hans hafa ítrekað gert tilraunir til að bæta viðvörunum við niðurstöður sóttvarnastofnunarinnar og hafa þeir einnig gert tilraunir til að breyta skýrslum stofnunarinnar afturvirkt, sem þeir segja gera of mikið mál úr áhrifum kórónuveirunnar. Þá hafi þeir viljað að gert væri ljóst í skýrslunum að Bandaríkjamenn sem smitast hafi af veirunni hafi getað smitast af henni vegna hegðunar þeirra sjálfra. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00 Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. 26. ágúst 2020 16:19 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira
Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. Starfsmenn innan ráðuneytisins hafa lýst þessu sem tilraun til að skelfa höfunda skýrslnanna og draga úr samskiptum þeirra við heilbrigðisstarfsmenn. Í tölvupóstum sem Politico hefur undir höndum sem sendir voru af samskiptaráðgjöfum til Robert Redfield, yfirmanns sóttvarnastofnunarinnar, segir að skýrslurnar geri lítið úr „jákvæðum skilaboðum“ Donalds Trumps um framgang faraldursins. Starfsmenn sóttvarnastofnunarinnar hafa reynt að koma í veg fyrir mestu breytingarnar en hafa á síðustu vikum samþykkt oftar að heimila samskiptaráðgjöfunum að fara yfir, og í sumum tilfellum, að breyta orðalagi að sögn þriggja aðila sem þekkja málið vel. Tilraunir samskiptaráðgjafanna til að breyta orðalagi í skýrslunum hafa verið stöðugar í sumar og síðasta tilraun til þess var gerð í gær, föstudag. Skýrslur sóttvarnastofnunarinnar um útbreiðslu og dánartíðni vegna veirunnar eru aðal miðill stofnunarinnar til að upplýsa lækna, vísindamenn og almenning um útbreiðslu veirunnar og hverjir séu í mestum áhættuhópi. Samkvæmt frétt Poitico hafa slíkar skýrslur í gegn um tíðina verið birtar án nokkurra pólitískra afskipta. En síðan Michael Caputo, fyrrverandi meðlimur kosningastjórnar Trump sem er ómenntaður í læknavísindum, tók við sem upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins í apríl á þessu ári hafa tilraunir til að hafa áhrif á skýrslurnar svo þær stemmi við orðræðu forsetans, eða að koma í veg fyrir birtingu þeirra verið ítrekaðar. Caputo og starfsmenn hans hafa ítrekað gert tilraunir til að bæta viðvörunum við niðurstöður sóttvarnastofnunarinnar og hafa þeir einnig gert tilraunir til að breyta skýrslum stofnunarinnar afturvirkt, sem þeir segja gera of mikið mál úr áhrifum kórónuveirunnar. Þá hafi þeir viljað að gert væri ljóst í skýrslunum að Bandaríkjamenn sem smitast hafi af veirunni hafi getað smitast af henni vegna hegðunar þeirra sjálfra.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00 Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. 26. ágúst 2020 16:19 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira
Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00
Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51
Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. 26. ágúst 2020 16:19