Innlent

Ís­lenska fjöl­skyldan komin í sótt­kví eftir heim­ferð frá Wu­han

Eiður Þór Árnason skrifar
Þotan sem flutti fólk frá Wuhan á Charles de Gaulle-flugvelli í París í gær.
Þotan sem flutti fólk frá Wuhan á Charles de Gaulle-flugvelli í París í gær. Utanríkisráðuneytið

Íslensk fjölskylda sem dvalið hefur í Wuhan í Kína kom heim í gær. Fjölskyldan óskaði eftir því fyrir skemmstu að fá að komast heim og var hún flutt með sérstöku flugi til Frakklands sem skipulagt var fyrir Evrópubúa staðsetta á umræddu svæði. Fólkið var síðan flutt áfram til Íslands með leiguflugi.

„Það hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima við næstu daga í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis,“ að sögn utanríkisráðuneytisins en Íslendingum, sem ferðast hafa til Kína, er ráðlagt að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu.

Miklar takmarkanir eru á samgöngum til og frá Wuhan-borg til þess að hamla frekari útbreiðslu COVID-19 en veiran á upptök sín í borginni.

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins, í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, sóttvarnarlækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, annaðist skipulagningu og samhæfingu heimflutningsins.

Samkvæmt ráðuneytinu var sendiráð Íslands í Peking í samskiptum við kínversk stjórnvöld vegna málsins og aðstoðaði fjölskylduna eftir þörfum.

Þá annaðist starfsfólk sendiráðs Íslands í París samskipti við frönsk stjórnvöld vegna flugsins frá Kína og tryggði að fjölskyldan kæmist án vandræða um borð í leiguvélina til Íslands.


Tengdar fréttir

Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu

Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast.

Veiru­smitum fjölgar mikið á Ítalíu

Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar.

Tveir far­þega Diamond Princess eru látnir

Tveir af farþegunum um borð í farþegaskipinu Diamond Princess sem verið hefur í sóttkví í Yokohama í Japan vegna Covid19-veirusmits eru nú látnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×