Íslendingar erlendis Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Leikkonan og grínistinn Saga Garðarsdóttir skein sannarlega skært í íslenskri hönnun þegar hún gekk rauða dregilinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hún naut sín í sólinni á frönsku rívíerunni ásamt fríðu föruneyti úr kvikmyndinni Ástin sem eftir er. Tíska og hönnun 20.5.2025 15:12 Svanhildur Hólm fór holu í höggi Versta martröð Loga Bergmann raungerðist. Svanhildur Hólm Valsdóttir sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og eiginkona Loga, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi. Lífið 19.5.2025 15:37 Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Rósa Líf Darradóttir, læknir og aktívisti, og Anahita Sahar Babaei, listakona, aktívisti og kvikmyndagerðarkona, eru nýtt par. Rósa Líf deildi fallegum myndum af þeim saman á ferðalagi um Ísland á samfélagsmiðlum. Lífið 19.5.2025 15:23 Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Halla Tómasdóttir forseti og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, munu sækja Japan heim dagana 26. maí til 1. júní í tilefni af heimssýningunni EXPO 2025 sem fram fer í Osaka. Sýningin var opnuð í apríl og stendur fram í október. Innlent 19.5.2025 10:43 Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu fór til Gdansk í Póllandi með starfsmannafélagi Ísfélagsins, þar sem hann skemmti sér og var skemmtanastjóri í heljarinnar árshátíðarferð. Lífið 19.5.2025 10:43 Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Gríma Björg Thorarensen, innanhúshönnuður og meðeigandi Sjóbaðanna í Hvammsvík, var gæsuð af fríðum flokki kvenna í Madríd. Gríma hefur verið með Skúla Mogensen frá 2017, þau eiga tvo syni saman og eru greinilega trúlofuð. Lífið 18.5.2025 22:24 Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Íslenskur ferðamaður í Indónesíu var farþegi í bíl sem lenti í bílslysi sem varð til þess að fimm ára gamall drengur lést. Greint er frá þessu í indónesískum fjölmiðlum. Erlent 18.5.2025 14:46 Voru í sjötta sæti í undankeppninni Strákarnir í Væb lentu í sjötta sæti í undanriðli Eurovision á þriðjudaginn. Þeir fengu þar 97 stig, einungis fjörutíu stigum minna en sigurvegarinn Úkraína. Lífið 17.5.2025 23:55 Ísland fékk stig frá þessum löndum Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands. Lífið 17.5.2025 23:35 Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sjónvarpskonan vinsæla Berglind Pétursdóttir, betur þekkt sem Berglind festival, og Jón Geir Friðbjörnsson, verkefnastjóri hjá Byko og hjólreiðakappi, njóta lífsins í sólinni á Tenerife um þessar mundir. Lífið 17.5.2025 13:01 Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Sverrir Þór Gunnarsson, sem var handtekinn í Brasilíu árið 2023 grunaður um þátttöku í alþjóðlegu fíkniefna- og peningaþvættisneti, verður áfram í gæsluvarðhaldi. Hæstiréttur Brasilíu (STF) hafnaði í byrjun apríl beiðni um lausn úr haldi og vísaði til alvarleika brotanna og sterkra vísbendinga um að Sverrir hafi gegnt lykilhlutverki í skipulagðri glæpastarfsemi. Innlent 17.5.2025 10:01 Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Dröfn Ragnarsdóttir kynntist unnusta sínum þegar þau störfuðu hjá sama flugfélaginu í Bretlandi árið 2013. Þau unnu bæði sinn síðasta vinnudag 31. maí 2023 og hafa frá þeim tíma siglt um heiminn. Ferðalagið hófst í Brighton en núna eru þau í Panama og bíða þess að geta siglt yfir Kyrrahafið. Lífið 17.5.2025 07:03 Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Væb-bræðurnir eru gríðarlega vinsælir í Basel meðal allra sem að Eurovision koma. Þó þeim sé spáð neðarlega á lokakvöldinu á laugardaginn er ekki þar með sagt að þeir endi kvöldið neðarlega. Lífið 16.5.2025 12:49 Hefja flug til Edinborgar og Malaga Icelandair hefur flug til fjögurra nýrra áfangastaða í haust. Edinborg og Malaga bætast við sem nýir áfangastaðir í september en áður hafði félagið tilkynnt um flug til Istanbul og Miami. Viðskipti innlent 15.5.2025 12:29 Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd „Ég held ég hafi alveg staðið mig vel í að færa smá Ísland með mér til LA,“ segir Carmen Tryggvadóttir sem er fædd og uppalin í Kaliforníu en heldur stöðugri tengingu við Ísland. Í dag ferðast hún víða um heim þar sem hún vinnur í teymi íslensku stórstjörnunnar Laufeyjar. Blaðamaður ræddi við Carmen um ævintýrin og lífið. Lífið 15.5.2025 07:01 Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis Bílar Íslendinga sem teknir eru með erlendis eru almennt ekki bættir sé þeim stolið erlendis samkvæmt skilmálum TM. Það sé vegna þess að áhætta á stuldri erlendis sé önnur en hérlendis. Innlent 14.5.2025 13:09 Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Svavar Elliði Svavarsson, kennari og tónlistarmaður, fór til Tyrklands í hárígræðslu fyrir um mánuði síðan. Lífið 14.5.2025 10:30 Íslenskt sund í New York Þrír ungir Íslendingar í New York eru að vinna að því að opna baðstað að íslenskri fyrirmynd á Manhattan í New York undir merkjunum Sund. Allt það helsta sem finna má í íslenskum sundlaugum og landsmenn kunna að meta verður í boði, nema sjálf sundlaugin. Viðskipti erlent 14.5.2025 09:03 Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Guðbrandur Jónatansson og konan hans lentu í óheppilegu atviki þegar bílnum þeirra var stolið á meðan þau bjuggu á Spáni. Þau keyptu allar nauðsynlegar tryggingar en samt sem áður ætlar TM ekki að bæta þeim tapið. Innlent 13.5.2025 21:03 „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Síðasta rennsli Væb-strákanna á Eurovision-atriði þeirra gekk eins og í sögu. Nú styttist í stóru stundina en þeir eru fyrstir á svið klukkan 19 í kvöld. Lífið 13.5.2025 14:09 Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Fyrirkomulaginu um hvernig tilkynnt er hverjir komast áfram af undanúrslitakvöldi Eurovision hefur verið breytt lítillega í ár. Til að fanga viðbrögð þeirra sem komast áfram kemst atriði ekki áfram nema það sé á skjánum þegar verið er að tilkynna úrslitin. Lífið 13.5.2025 12:00 María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Listahjónin María Birta Fox og Elli Egilsson Fox eru orðin tveggja barna foreldrar en nýverið bættist lítil stúlka við fjölskylduna. Hjónin greindu frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram í gær. Lífið 13.5.2025 11:35 Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Væb-strákarnir stóðu sig óaðfinnanlega á dómararennsli fyrra undankvölds Eurovision í gærkvöldi. Líkurnar á að þeir komist áfram hafa aukist eftir framkomuna og þegar æft var hvernig stigin eru tilkynnt komust þeir áfram. Lífið 13.5.2025 07:02 Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Væbbræður, þeir Matthías og Hálfdán, eru að eigin sögn sjúklega spenntir fyrir morgundeginum þegar þeir stíga fyrstir allra á stokk í fyrri undankeppni Eurovision. Þeir eru hæstánægðir með að vera fyrstir og lofa veislu. Lífið 12.5.2025 23:07 Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Ísland er talið eiga fjörutíu prósent líkur á að komast áfram upp úr fyrri undankeppni Eurovision annað kvöld. Líkurnar hafa aukist hægt og rólega síðustu daga. Lífið 12.5.2025 14:48 Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Liðin vika var lífleg og viðburðarík hjá stjörnum landsins þar sem skemmtanalífið var með líflegasta móti. Mæðradagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og voru Íslendingar duglegir að senda kveðjur á mæður sínar. Þá stóð Bakgarðshlaupið yfir um helgina en því lauk í morgun. Lífið 12.5.2025 09:51 Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Þrír Íslendingar voru teknir fastir af spænska þjóðvarðaliðinu í Villajoyosa fyrir vörslu mikils magns fíkniefna. Efnin fundust falin í bíl sem þeir ætluðu flytja til Ibiza. Innlent 11.5.2025 23:06 Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Bræðurnir í Væb og föruneyti þeirra eru algjörar stórstjörnur á Eurovision í Basel, miðað við áhuga fjölmiðla á þeim og fagnaðarláta þegar þeir mæta á svæðið. Lífið 11.5.2025 23:01 Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ „Þeir eiga eftir að drepa mig,“ segir Stefán Gíslason við föður sinn þar sem hann situr handjárnaður í yfirheyrsluherbergi lögreglunnar í Pensacola í Flórída, grunaður um að hafa skotið vin sin til bana. Stefán var árið 2023 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir glæpinn. Innlent 10.5.2025 08:02 Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson einnig þekktur sem Auður hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Stockholm Syndrome. Lagið kom út í september í fyrra og fjallar um Stokkhólmsheilkennið í samhengi við sambandsslit, ástina og hugmyndina um persónulegt frelsi og að vera tilfinningalega háður einstaklingi. Lífið 9.5.2025 09:00 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 74 ›
Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Leikkonan og grínistinn Saga Garðarsdóttir skein sannarlega skært í íslenskri hönnun þegar hún gekk rauða dregilinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hún naut sín í sólinni á frönsku rívíerunni ásamt fríðu föruneyti úr kvikmyndinni Ástin sem eftir er. Tíska og hönnun 20.5.2025 15:12
Svanhildur Hólm fór holu í höggi Versta martröð Loga Bergmann raungerðist. Svanhildur Hólm Valsdóttir sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og eiginkona Loga, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi. Lífið 19.5.2025 15:37
Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Rósa Líf Darradóttir, læknir og aktívisti, og Anahita Sahar Babaei, listakona, aktívisti og kvikmyndagerðarkona, eru nýtt par. Rósa Líf deildi fallegum myndum af þeim saman á ferðalagi um Ísland á samfélagsmiðlum. Lífið 19.5.2025 15:23
Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Halla Tómasdóttir forseti og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, munu sækja Japan heim dagana 26. maí til 1. júní í tilefni af heimssýningunni EXPO 2025 sem fram fer í Osaka. Sýningin var opnuð í apríl og stendur fram í október. Innlent 19.5.2025 10:43
Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu fór til Gdansk í Póllandi með starfsmannafélagi Ísfélagsins, þar sem hann skemmti sér og var skemmtanastjóri í heljarinnar árshátíðarferð. Lífið 19.5.2025 10:43
Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Gríma Björg Thorarensen, innanhúshönnuður og meðeigandi Sjóbaðanna í Hvammsvík, var gæsuð af fríðum flokki kvenna í Madríd. Gríma hefur verið með Skúla Mogensen frá 2017, þau eiga tvo syni saman og eru greinilega trúlofuð. Lífið 18.5.2025 22:24
Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Íslenskur ferðamaður í Indónesíu var farþegi í bíl sem lenti í bílslysi sem varð til þess að fimm ára gamall drengur lést. Greint er frá þessu í indónesískum fjölmiðlum. Erlent 18.5.2025 14:46
Voru í sjötta sæti í undankeppninni Strákarnir í Væb lentu í sjötta sæti í undanriðli Eurovision á þriðjudaginn. Þeir fengu þar 97 stig, einungis fjörutíu stigum minna en sigurvegarinn Úkraína. Lífið 17.5.2025 23:55
Ísland fékk stig frá þessum löndum Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands. Lífið 17.5.2025 23:35
Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sjónvarpskonan vinsæla Berglind Pétursdóttir, betur þekkt sem Berglind festival, og Jón Geir Friðbjörnsson, verkefnastjóri hjá Byko og hjólreiðakappi, njóta lífsins í sólinni á Tenerife um þessar mundir. Lífið 17.5.2025 13:01
Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Sverrir Þór Gunnarsson, sem var handtekinn í Brasilíu árið 2023 grunaður um þátttöku í alþjóðlegu fíkniefna- og peningaþvættisneti, verður áfram í gæsluvarðhaldi. Hæstiréttur Brasilíu (STF) hafnaði í byrjun apríl beiðni um lausn úr haldi og vísaði til alvarleika brotanna og sterkra vísbendinga um að Sverrir hafi gegnt lykilhlutverki í skipulagðri glæpastarfsemi. Innlent 17.5.2025 10:01
Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Dröfn Ragnarsdóttir kynntist unnusta sínum þegar þau störfuðu hjá sama flugfélaginu í Bretlandi árið 2013. Þau unnu bæði sinn síðasta vinnudag 31. maí 2023 og hafa frá þeim tíma siglt um heiminn. Ferðalagið hófst í Brighton en núna eru þau í Panama og bíða þess að geta siglt yfir Kyrrahafið. Lífið 17.5.2025 07:03
Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Væb-bræðurnir eru gríðarlega vinsælir í Basel meðal allra sem að Eurovision koma. Þó þeim sé spáð neðarlega á lokakvöldinu á laugardaginn er ekki þar með sagt að þeir endi kvöldið neðarlega. Lífið 16.5.2025 12:49
Hefja flug til Edinborgar og Malaga Icelandair hefur flug til fjögurra nýrra áfangastaða í haust. Edinborg og Malaga bætast við sem nýir áfangastaðir í september en áður hafði félagið tilkynnt um flug til Istanbul og Miami. Viðskipti innlent 15.5.2025 12:29
Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd „Ég held ég hafi alveg staðið mig vel í að færa smá Ísland með mér til LA,“ segir Carmen Tryggvadóttir sem er fædd og uppalin í Kaliforníu en heldur stöðugri tengingu við Ísland. Í dag ferðast hún víða um heim þar sem hún vinnur í teymi íslensku stórstjörnunnar Laufeyjar. Blaðamaður ræddi við Carmen um ævintýrin og lífið. Lífið 15.5.2025 07:01
Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis Bílar Íslendinga sem teknir eru með erlendis eru almennt ekki bættir sé þeim stolið erlendis samkvæmt skilmálum TM. Það sé vegna þess að áhætta á stuldri erlendis sé önnur en hérlendis. Innlent 14.5.2025 13:09
Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Svavar Elliði Svavarsson, kennari og tónlistarmaður, fór til Tyrklands í hárígræðslu fyrir um mánuði síðan. Lífið 14.5.2025 10:30
Íslenskt sund í New York Þrír ungir Íslendingar í New York eru að vinna að því að opna baðstað að íslenskri fyrirmynd á Manhattan í New York undir merkjunum Sund. Allt það helsta sem finna má í íslenskum sundlaugum og landsmenn kunna að meta verður í boði, nema sjálf sundlaugin. Viðskipti erlent 14.5.2025 09:03
Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Guðbrandur Jónatansson og konan hans lentu í óheppilegu atviki þegar bílnum þeirra var stolið á meðan þau bjuggu á Spáni. Þau keyptu allar nauðsynlegar tryggingar en samt sem áður ætlar TM ekki að bæta þeim tapið. Innlent 13.5.2025 21:03
„Ég fæddist fyrir þessa stund“ Síðasta rennsli Væb-strákanna á Eurovision-atriði þeirra gekk eins og í sögu. Nú styttist í stóru stundina en þeir eru fyrstir á svið klukkan 19 í kvöld. Lífið 13.5.2025 14:09
Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Fyrirkomulaginu um hvernig tilkynnt er hverjir komast áfram af undanúrslitakvöldi Eurovision hefur verið breytt lítillega í ár. Til að fanga viðbrögð þeirra sem komast áfram kemst atriði ekki áfram nema það sé á skjánum þegar verið er að tilkynna úrslitin. Lífið 13.5.2025 12:00
María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Listahjónin María Birta Fox og Elli Egilsson Fox eru orðin tveggja barna foreldrar en nýverið bættist lítil stúlka við fjölskylduna. Hjónin greindu frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram í gær. Lífið 13.5.2025 11:35
Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Væb-strákarnir stóðu sig óaðfinnanlega á dómararennsli fyrra undankvölds Eurovision í gærkvöldi. Líkurnar á að þeir komist áfram hafa aukist eftir framkomuna og þegar æft var hvernig stigin eru tilkynnt komust þeir áfram. Lífið 13.5.2025 07:02
Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Væbbræður, þeir Matthías og Hálfdán, eru að eigin sögn sjúklega spenntir fyrir morgundeginum þegar þeir stíga fyrstir allra á stokk í fyrri undankeppni Eurovision. Þeir eru hæstánægðir með að vera fyrstir og lofa veislu. Lífið 12.5.2025 23:07
Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Ísland er talið eiga fjörutíu prósent líkur á að komast áfram upp úr fyrri undankeppni Eurovision annað kvöld. Líkurnar hafa aukist hægt og rólega síðustu daga. Lífið 12.5.2025 14:48
Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Liðin vika var lífleg og viðburðarík hjá stjörnum landsins þar sem skemmtanalífið var með líflegasta móti. Mæðradagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og voru Íslendingar duglegir að senda kveðjur á mæður sínar. Þá stóð Bakgarðshlaupið yfir um helgina en því lauk í morgun. Lífið 12.5.2025 09:51
Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Þrír Íslendingar voru teknir fastir af spænska þjóðvarðaliðinu í Villajoyosa fyrir vörslu mikils magns fíkniefna. Efnin fundust falin í bíl sem þeir ætluðu flytja til Ibiza. Innlent 11.5.2025 23:06
Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Bræðurnir í Væb og föruneyti þeirra eru algjörar stórstjörnur á Eurovision í Basel, miðað við áhuga fjölmiðla á þeim og fagnaðarláta þegar þeir mæta á svæðið. Lífið 11.5.2025 23:01
Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ „Þeir eiga eftir að drepa mig,“ segir Stefán Gíslason við föður sinn þar sem hann situr handjárnaður í yfirheyrsluherbergi lögreglunnar í Pensacola í Flórída, grunaður um að hafa skotið vin sin til bana. Stefán var árið 2023 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir glæpinn. Innlent 10.5.2025 08:02
Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson einnig þekktur sem Auður hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Stockholm Syndrome. Lagið kom út í september í fyrra og fjallar um Stokkhólmsheilkennið í samhengi við sambandsslit, ástina og hugmyndina um persónulegt frelsi og að vera tilfinningalega háður einstaklingi. Lífið 9.5.2025 09:00