Íslenska fjölskyldan komin í sóttkví eftir heimferð frá Wuhan Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2020 11:45 Þotan sem flutti fólk frá Wuhan á Charles de Gaulle-flugvelli í París í gær. Utanríkisráðuneytið Íslensk fjölskylda sem dvalið hefur í Wuhan í Kína kom heim í gær. Fjölskyldan óskaði eftir því fyrir skemmstu að fá að komast heim og var hún flutt með sérstöku flugi til Frakklands sem skipulagt var fyrir Evrópubúa staðsetta á umræddu svæði. Fólkið var síðan flutt áfram til Íslands með leiguflugi. „Það hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima við næstu daga í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis,“ að sögn utanríkisráðuneytisins en Íslendingum, sem ferðast hafa til Kína, er ráðlagt að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu. Miklar takmarkanir eru á samgöngum til og frá Wuhan-borg til þess að hamla frekari útbreiðslu COVID-19 en veiran á upptök sín í borginni. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins, í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, sóttvarnarlækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, annaðist skipulagningu og samhæfingu heimflutningsins. Samkvæmt ráðuneytinu var sendiráð Íslands í Peking í samskiptum við kínversk stjórnvöld vegna málsins og aðstoðaði fjölskylduna eftir þörfum. Þá annaðist starfsfólk sendiráðs Íslands í París samskipti við frönsk stjórnvöld vegna flugsins frá Kína og tryggði að fjölskyldan kæmist án vandræða um borð í leiguvélina til Íslands. Íslendingar erlendis Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stjórnvöld vinna að því að flytja íslenska fjölskyldu frá Wuhan í Kína Íslensk fjölskylda sem dvalist hefur í Kína hefur óskað eftir því að komast heim vegna COVID-19 veirunnar. Vinna íslensk stjórnvöld nú að því að koma henni í flug sem skipulagt er af Evrópusambandinu. Fólkið hefur engin einkenni kórónuveirunnar. 20. febrúar 2020 17:45 Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04 Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52 Veirusmitum fjölgar mikið á Ítalíu Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 07:57 Tveir farþega Diamond Princess eru látnir Tveir af farþegunum um borð í farþegaskipinu Diamond Princess sem verið hefur í sóttkví í Yokohama í Japan vegna Covid19-veirusmits eru nú látnir. 20. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Íslensk fjölskylda sem dvalið hefur í Wuhan í Kína kom heim í gær. Fjölskyldan óskaði eftir því fyrir skemmstu að fá að komast heim og var hún flutt með sérstöku flugi til Frakklands sem skipulagt var fyrir Evrópubúa staðsetta á umræddu svæði. Fólkið var síðan flutt áfram til Íslands með leiguflugi. „Það hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima við næstu daga í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis,“ að sögn utanríkisráðuneytisins en Íslendingum, sem ferðast hafa til Kína, er ráðlagt að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu. Miklar takmarkanir eru á samgöngum til og frá Wuhan-borg til þess að hamla frekari útbreiðslu COVID-19 en veiran á upptök sín í borginni. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins, í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, sóttvarnarlækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, annaðist skipulagningu og samhæfingu heimflutningsins. Samkvæmt ráðuneytinu var sendiráð Íslands í Peking í samskiptum við kínversk stjórnvöld vegna málsins og aðstoðaði fjölskylduna eftir þörfum. Þá annaðist starfsfólk sendiráðs Íslands í París samskipti við frönsk stjórnvöld vegna flugsins frá Kína og tryggði að fjölskyldan kæmist án vandræða um borð í leiguvélina til Íslands.
Íslendingar erlendis Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stjórnvöld vinna að því að flytja íslenska fjölskyldu frá Wuhan í Kína Íslensk fjölskylda sem dvalist hefur í Kína hefur óskað eftir því að komast heim vegna COVID-19 veirunnar. Vinna íslensk stjórnvöld nú að því að koma henni í flug sem skipulagt er af Evrópusambandinu. Fólkið hefur engin einkenni kórónuveirunnar. 20. febrúar 2020 17:45 Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04 Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52 Veirusmitum fjölgar mikið á Ítalíu Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 07:57 Tveir farþega Diamond Princess eru látnir Tveir af farþegunum um borð í farþegaskipinu Diamond Princess sem verið hefur í sóttkví í Yokohama í Japan vegna Covid19-veirusmits eru nú látnir. 20. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Stjórnvöld vinna að því að flytja íslenska fjölskyldu frá Wuhan í Kína Íslensk fjölskylda sem dvalist hefur í Kína hefur óskað eftir því að komast heim vegna COVID-19 veirunnar. Vinna íslensk stjórnvöld nú að því að koma henni í flug sem skipulagt er af Evrópusambandinu. Fólkið hefur engin einkenni kórónuveirunnar. 20. febrúar 2020 17:45
Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04
Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52
Veirusmitum fjölgar mikið á Ítalíu Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 07:57
Tveir farþega Diamond Princess eru látnir Tveir af farþegunum um borð í farþegaskipinu Diamond Princess sem verið hefur í sóttkví í Yokohama í Japan vegna Covid19-veirusmits eru nú látnir. 20. febrúar 2020 07:00