Erlent

Suður-Kóreu­menn grípa til að­gerða vegna mikillar fjölgunar veiru­til­fella

Atli Ísleifsson skrifar
Búið er að lýsa yfir sérstöku hættustigi í borgunum Daegu og Cheoungdo í suðurhluta landsins.
Búið er að lýsa yfir sérstöku hættustigi í borgunum Daegu og Cheoungdo í suðurhluta landsins. Getty

Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa hert aðgerðir sínar til að hefta útbreiðslu COVID19-veirunnar í landinu eftir að tilkynnt var um mikla fjölgun sýktra síðustu daga.

Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi og er búið að lýsa yfir sérstöku hættustigi í borgunum Daegu og Cheoungdo í suðurhluta landsins. Þá hefur her landsins gripið til sérstakra aðgerða eftir að upp komst að nokkrir hermenn hafi sýkst af veirunni.

Heilbrigðisyfirvöld í Suður-Kóreu staðfestu í morgun að 52 hafi sýkst af veirunni síðasta sólarhringinn, til viðbótar við þá 53 sem tilkynnt var um á fimmtudag.

Einnig var tilkynnt um mann sem hafði látist af völdum veirunnar í Cheongdo, en þetta var fyrsta dauðsfallið sem rakið er til veirunnar í Suður-Kóreu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.