Innlent

Stjórn­völd vinna að því að flytja ís­lenska fjöl­skyldu frá Wu­han í Kína

Eiður Þór Árnason skrifar
Mikið er um auðar götur í Wuhan-borg þar sem víðtækt samgöngubann er í gildi til að reyna að hamla frekari útbreiðslu veirunnar.
Mikið er um auðar götur í Wuhan-borg þar sem víðtækt samgöngubann er í gildi til að reyna að hamla frekari útbreiðslu veirunnar. Getty/Barcroft Media

Íslensk fjölskylda sem dvalist hefur í Kína hefur óskað eftir því að fá að komast heim. Vinna íslensk stjórnvöld nú að því að koma henni í flug sem skipulagt er af Evrópusambandinu. Fólkið hefur engin einkenni kórónuveirunnar, er fram kemur í nýrri stöðuskýrslu almannavarna.

Fréttastofa RÚV hefur það eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni að fjölskyldan hafi dvalið í Wuhan-borg, þar sem veiran á upptök sín. Búið er að loka fyrir allar aðrar samgöngur til og frá borginni vegna mikillar smithættu og er þetta eina leiðin til þess að flytja fjölskylduna í burtu.

24 einstaklingar hafa nú verið rannsakaðir hér á landi með tilliti til COVID-19 kórónaveirunnar en öll sýnin reyndust vera neikvæð. Enginn einstaklingur hefur greinst með veiruna á Íslandi.

Í dag hefur sýking af völdum COVID-19 verið staðfest hjá um 75.744 einstaklingum og um 2.128 einstaklingar hafa látist (2,8%).

Átta dauðsföll hafa orðið utan Kína, tvö í Íran, tvö í Japan (um borð í skemmtiferðaskipi), eitt í Taiwan, eitt á Filippseyjum, eitt í Japan og eitt í Frakklandi. Samkvæmt John Hopkins háskóla hafa 16.526 einstaklegar náð sér eftir að hafa sýkst af veirunni.

Af 75.744 staðfestum sýkingum hafa 74.595 greinst í Kína.


Tengdar fréttir

Tveir far­þega Diamond Princess eru látnir

Tveir af farþegunum um borð í farþegaskipinu Diamond Princess sem verið hefur í sóttkví í Yokohama í Japan vegna Covid19-veirusmits eru nú látnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×