Innlent

Stjórn­völd vinna að því að flytja ís­lenska fjöl­skyldu frá Wu­han í Kína

Eiður Þór Árnason skrifar
Mikið er um auðar götur í Wuhan-borg þar sem víðtækt samgöngubann er í gildi til að reyna að hamla frekari útbreiðslu veirunnar.
Mikið er um auðar götur í Wuhan-borg þar sem víðtækt samgöngubann er í gildi til að reyna að hamla frekari útbreiðslu veirunnar. Getty/Barcroft Media

Íslensk fjölskylda sem dvalist hefur í Kína hefur óskað eftir því að fá að komast heim. Vinna íslensk stjórnvöld nú að því að koma henni í flug sem skipulagt er af Evrópusambandinu. Fólkið hefur engin einkenni kórónuveirunnar, er fram kemur í nýrri stöðuskýrslu almannavarna.

Fréttastofa RÚV hefur það eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni að fjölskyldan hafi dvalið í Wuhan-borg, þar sem veiran á upptök sín. Búið er að loka fyrir allar aðrar samgöngur til og frá borginni vegna mikillar smithættu og er þetta eina leiðin til þess að flytja fjölskylduna í burtu.

24 einstaklingar hafa nú verið rannsakaðir hér á landi með tilliti til COVID-19 kórónaveirunnar en öll sýnin reyndust vera neikvæð. Enginn einstaklingur hefur greinst með veiruna á Íslandi.

Í dag hefur sýking af völdum COVID-19 verið staðfest hjá um 75.744 einstaklingum og um 2.128 einstaklingar hafa látist (2,8%).

Átta dauðsföll hafa orðið utan Kína, tvö í Íran, tvö í Japan (um borð í skemmtiferðaskipi), eitt í Taiwan, eitt á Filippseyjum, eitt í Japan og eitt í Frakklandi. Samkvæmt John Hopkins háskóla hafa 16.526 einstaklegar náð sér eftir að hafa sýkst af veirunni.

Af 75.744 staðfestum sýkingum hafa 74.595 greinst í Kína.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.