Enski boltinn

Gylfi átti þátt í báðum mörkum E­ver­ton | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í leiknum í gær.
Gylfi í leiknum í gær. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson átti fínan leik fyrir Everton í gær er Everton tapaði 3-2 fyrir Arsenal í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.

Everton komst yfir á innan við mínútu er Dominic Calvert-Lewin skoraði. Markið kom eftir hættulega aukaspyrnu Gylfa inn á teiginn.

Arsenal jafnaði með marki Eddie Nketiah og Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir. Eftir misheppnað skot Gylfa jafnaði Richarlison metin á 45. mínútu.
Í síðari hálfleik var það Arsenal sem skoraði strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks en þá skoraði Aubameyang annað mark sitt. Það reyndist sigurmark leiksins.

Everton er í 11. sæti deildarinnar og Arsenal í 9. sætinu en mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.