Aubameyang sendi Arsenal í baráttuna um Evrópusæti

Gylfi Þór Sigurðsson til varnar gegn Nicolas Pépé í leiknum við Arsenal í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson til varnar gegn Nicolas Pépé í leiknum við Arsenal í dag. vísir/getty

Arsenal kom sér upp fyrir Everton og í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 3-2 sigri í leik liðanna í Lundúnum í dag.

Arsenal er nú með 37 stig, stigi meira en Everton, og er fjórum stigum á eftir Manchester United sem er í 5. sæti. Haldi bann Manchester City í Evrópukeppnum á næstu leiktíð mun liðið í 5. sæti í vor komast í Meistaradeild Evrópu.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar fengu draumabyrjun í dag þegar Dominic Calvert-Lewin skoraði eftir misheppnaðan skalla David Luiz, eftir aukaspyrnu Gylfa. Eddie Nketiah jafnaði metin fyrir Arsenal á 27. mínútu og skömmu síðar kom Pierre-Emerick Aubameyang Arsenal yfir eftir góða stungusendingu Luiz í gegnum vörn Everton. Rétt fyrir hálfleik jafnaði Richarlison metin með „potmarki“, eftir misheppnað skot Gylfa og skalla frá Yerry Mina.

Þegar rétt um hálf mínúta var liðin af seinni hálfleik skoraði Aubameyang sitt annað mark, með skalla eftir fyrirgjöf Nicolas Pépé, og það reyndist sigurmarkið. Gylfi lék allan leikinn fyrir Everton sem er nú komið niður í 11. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira