Enski boltinn

Gylfi fékk sex hjá staðar­blaðinu: Átti þátt í báðum mörkunum en leit þreyttur út í síðari hálf­leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í leiknum í gær.
Gylfi í leiknum í gær. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson fékk sex í einkunn frá staðarblaðinu í Liverpool, Liverpool Echo, eftir 3-2 tap Everton gegn Arsenal á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Gylfi byrjaði leikinn af miklum krafti en mikið fjör var í leiknum í fyrri hálfleik. Everton náði forystunni eftir innan við mínúta en Arsenal náði að snúa leiknum sér í hag áður en Everton jafnaði fyrir hlé.

Hafnfirðingurinn átti þátt í báðum mörkum Everton í leiknum. Fyrsta markið kom eftir glæsilega aukaspyrnu Gylfa og í öðru markinu fylgdi Richarlison eftir skoti hans eftir darraðadans í teignum.

„Tók frábæra aukaspyrnu sem leiddi til fyrsta marksins og átti mikilvægan þátt í öðru markinu einnig. Eftir öflugan fyrri hálfeik dró af íslenska landsliðsmanninum í síðari hálfleik sem leit þreyttur út en það tekur ekki í burtu hversu öflugur hann var fyrstu 45 mínúturnar,“ segir í umsögninni um Gylfa.
Hann er einn sjö leikmanna Everton sem fá sex í einkunn. Varamaðurinn Andre Gomes var hæstur með átta Dominic Calvert-Lewin og Richarlison komu næstir með sjö í einkunn. Lægstur var Djibril Sidibe með fjóra í einkunn en hann átti skelfilegan leik í hægri bakverðinum.

Everton er í 11. sætinu eftir leiki helgarinnar en liðið mætir Manchester United um næstu helgi á Goodison Park. Fimm stigum munar á liðunum en United er í 5. sætinu.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.